1.1.09

Litli ormur er fæddur

Litli Ormur Ölmu- og JónAsson (viðbót: Jónas, þú varst ekkert að hafa fyrir því að kommenta?) er kominn í heiminn. Hann fæddist klukkan tvö aðfaranótt fjórða sunnudags í aðventu, mætti á svæðið á sama tíma og Gluggagægir. Drengurinn var þrettán merkur og 51,5 sentimetrar. Algjör písl miðað við flest börn í fjölskyldunni. Hann er afar hárfagur og mikill rólyndismaður, að minnsta kosti enn sem komið er. Mögulegt er að panta skoðanir á gripnum í símanúmerum foreldranna.