28.11.04

Myndir

Bendi ykkur a ad nyjar myndir fra Sevilla ma finna a sidunni hennar Lisu. Thetta eru myndir sem Christian nokkur tok, prydilegar. Kikid a thetta!

Ginos

Eg held ad eg hafi talad um Ginos-veitingastadinn i Hortalezagotu einhvern timann. Clarisse for med mig thangad til ad syna mer (eda stolka) saeta thjoninn sem vinnur thar, madur sem likist Gael Garcia Bernal. Eg sa thjoninn i thetta eina skipti og var sidur en svo svikinn. Madurinn er afar fallegur og vid flissudum eins og smastelpur og glaptum a greyid allt kvoldid. Nokkru sidar forum vid aftur a stadinn en tha i fylgd Kaka. Illu heilli var saeti ekki a vakt (hann heitir raunar Fran og er thjonn numer 69) en annar thjonn sinnti okkur vel og heyrdi eflaust allt bullid sem upp ur okkur flodi. Til ad mynda vildi svo illa til ad hann var akkurat fyrir aftan mig thegar eg raeddi nariurnar minar (og syndi thaer orlitid ef eg man rett) og hann halfhlo ad okkur. Thessi madur, sem likist raunar Andresi Ramon, kennara vid HI, (veit einhver hvort hann a aettmenni i Madrid?) tok svo afskaplega elskulega a moti okkur sidastlidid thridjudagskvold thegar vid forum asamt Emilie i von um ad Fran69 vaeri ad vinna. Hann horfdi a okkur glottandi og sagdi svo "Thig thekki eg" og brosti. Madurinn glotti svo allt kvoldid eins og honum vaeri borgad fyrir thad. Hann thekkti ekki Clarisse, sem stundar stadinn miklu meira en eg.....neeeei...eg er andlit stolkeranna. Eg er ekki satt, veit ekki hvort eg sny aftur.

26.11.04

Fordómar

Ég hafdi hugsad mér ad tala meira um thjóninn á Ginos og reynslu okkar á stadnum sídastlidid thridjudagskvold en ég er svo reid og í svo vondu skapi ad ég fae mig hreinlega ekki til thess. Sem stendur skortir mig ljót ord til ad lýsa helvítis Ítalanum sem eydilagdi algjorlega fyrir mér kvoldid, ef ekki vikuna, í gaer. Hann er reyndar ekki thess virdi ad eyda í hann faerslu....cabrón, gilipollas, hijo de puta, imbécil, idiota, helvítis samviskulausi asni....framferdi hans hjálpar ekki til ad drepa fordóma mína gagnvart Ítolum. Vona ad ég hitti enga í dag....

24.11.04

Ferdasaga?

Mér finnst eiginlega hálfleidinlegt ad skrifa ferdasogur svona longu eftir á. Reyni samt ad byrja adeins. Ferdalagid til Sviss var hid besta. Vid flugum til Genfar á fimmtudagsmorgni og gistum á hosteli thar eina nótt. Planid hafdi verid ad vera thar thrjár naetur en vid haettum skyndilega vid vegna thess hversu starfsmadur hostelsins var dónalegur. Ég sé ekkert eftir thví. Genf er afar falleg borg og útsýnid yfir vatnid glaesilegt. Kuldinn thar var reyndar gífurlegur og verdlag svakalegt. Sumt var dýrara en heima á Íslandi!!!!! Vid tímdum thar af leidandi ekki ad fara á veitingastadi og bordudum bara mat úr súpermorkudum og tvisvar á McDonald´s. Mér finnst thad reyndar skammarlegt en ég hugga mig vid thad ad á McDonald´s voru asískir dagar og ég prófadi baeti Tariaky borgara og karrýkjúklingapítu. Á fostudaginn heimsóttum vid adsetur Sameinudu thjódanna í Genf undir dyggri leidsogn Pascals, sem er geysimyndarlegur tungumálamadur. Hann taladi fallega ensku, fronsku og svo thýsku. Vonandi talar hann ekki líka spaensku thar ed hann hefur thá getad heyrt tal okkar Jordi um hann. Slíkt kaemi sér illa fyrir okkur. Eftir Sameinudu thjódirnar og rússnesku kirkjuna fórum vid med lest til Lausanne (thar var Júróvisjón haldid) thar sem vid gistum á hreinasta hosteli sem ég hef stigid inn í, med útsýni yfir Genfarvatn úr herbergjunum (og svalir í sumum herbergjum) og í thokkabót var starfsfólkid ótrúlega indaelt. Ég maeli eindregid med stadnum. Lausanne er falleg borg og jafnvel skemmtilegri en Genf. Útsýnid er frábaert og allt mjog hreint. Goturnar samt afar brattar, naestum eins og í Istanbúl. Frá Lausanne tókum vid svo lest til Montreaux og gengum thadan ad kastala sem er í svona klukkutíma gongufjarlaegd. Montreaux er fyrrum heimabaer Freddy Mercurys og thar má finna styttu af honum.....aei...thetta er svo leidinlegt ad ég haetti. Au revoir!

Leftovers

Ég hét thví ad ég myndi setja ummaeli Kaká á bloggid mitt. Thegar vid fórum út ad borda á mánudagskvoldid med Clarisse, vard honum nefnilega svo skemmtilega ad ordi:
„Todas las chicas guapas y con cerebro están ya conquistadas.”
Bara svo ad thid vitid thad, kaeru einhleypu vinkonur!!! Ég vard pínu reid...

HOLLENDINGURINN

Ég taladi vid hann!!!! Samtal okkar var á thessa leid:
Ég: „¿Estáis esperando?" (átti vid hann og adra stúlku)
Hann: „Nooooo".
Thetta er án efa framför í okkar sambandi.

17.11.04

Húsreglur

Sambúd getur verid erfid en á sama tíma ánaegjuleg. Hér fyrir nedan má finna nokkur atridi sem hafa ber í huga thegar gengid er inn í íbúd 2B í Boltañagotu 56. Palli líklega finnur sig í thessu... 1. Slökkva ljós í herbergjum thegar gengid er út.
2. Loka stofuhurdinni ef karlmadurinn á heimilinu situr í stofunni, annars kemur kuldi inn.
3. Ganga í vatnsheldum fotum. (V/haettu á vatnsstrídi)
4. Passa upp á ad enginn komist í gemsann thinn.
5. Hafa alla undir dulnefni í símaskránni í gemsanum.
6. Loka inn í herbergid sitt til ad enginn sjái draslid.
7. Hugsa fallegar hugsanir um aepandi barnid í naestu íbúd, krakkinn er hraedilega saetur.
8. Ekki vera hraeddur vid hunda og thá sérstaklega ekki risavaxna hvíta úlfhunda.
9. Vera hrifin(n) af kínversku veggskrauti og speglatísku frá áttunda áratugnum.
10. Ganga í inniskóm og hlýjum fotum.
11. Hafa ávallt eyrnartappa handhaega, thá sérstaklega their sem vidkvaemir eru fyrir hávada.
12. Ekki segja "so" í stadinn fyrir "así que".

16.11.04

Tilvistarkreppa?

Eftir ad hafa fengid létt spark í rassgatid í setningafraeditíma (getur einhver kennt mér?) er ég farin ad spá hvad í ósköpunum ég sé ad gera í háskóla. Ég horfi hér á fólk sem er ad skrifa ritgerdir af áhuga og krafti en ég geri ekki rass í rófu. Ég vidurkenni ad námsátak mitt hefur haft thau áhrif ad ég laeri eitthvad en thetta eithvad er svo lítid ad thad telst varla. Thar fyrir utan hef ég engan sérstakan áhuga á spaenskum fraedum, thetta er alveg ágaett en fyrir mér er thetta langt frá thví ad vera nokkur ástrída. Ég sé engan tilgang med thessu námi, nema audvitad ad mér finnst fínt ad kunna ad tala spaensku. En thad vinnur víst enginn vid thad ad tala spaensku, fjandinn hafi thad.

15.11.04

Saelgaetisfíkn

Ég er hálfpartinn eftir mig eftir thessa helgi thrátt fyrir að hafa verið nokkuð róleg, aldrei thessu vant. Á fostudaginn leigdi ég stórmyndina "Recién Casados" (="just married" held ég á ensku) og át nammi uppi í sófa med Jordi. Ég maeli ekkert sérstaklega med thessari mynd thótt kaerastinn hennar Demi Moore (nv. eda fv.) sé nokkud saetur. Á laugardaginn skellti ég mér í baeinn ad kaupa jólagjafir og endadi á thví ad kaupa mér bol og kjól. THID VERDID AD SEGJA MÉR HVAD THID VILJID!!! Um kvoldid fór ég svo út ad borda med Clarisse og foreldrum hennar á frábaeran baskneskan veitingastad. Ég held ad samband okkar sé komid á alvarlegt stig úr thví ad ég var kynnt fyrir foreldrunum. Annars eru their eru mjog indaelir og med álíka skemmtilegan húmor og Clarisse sjálf. Eftir matinn fór ég ad hitta krakka sem ég thekki pínulítid í theirri trú ad fleiri Erasmusnemar myndu koma. Sú vard ekki raunin. Ég var eini útlendingurinn en félagsskapurinn var gódur svo ad thad kom alls ekki ad sok. Vid aetludum á diskótek nálaegt Moncloa en haettum skyndilega vid thegar upp kom ad karlmadurinn sem var med í for hefdi thurft ad borga fimmtíu evrur til ad komast inn, stúlkur aftur á móti fengu ókeypis. Myndi svona kynjamisrétti vidgangast á Íslandi? Mér finnst thetta til háborinnar skammar, satt best ad segja. Ég man eftir svipudu í Stokkhólmi (af ollum stodum) en thar var verdmunurinn lítill. Úr thví ad vid haettum vid thetta diskótek ákvádum vid ad fara í partý hjá einhverjum ítolskum gaeja, sem ég veit ekki enn thá hver er. Eftir langa lestarferd og álíka langa leit fundum vid íbúdina, sem hefdi ekki verid erfitt hefdum vid bara hlustad eftir hávada. Ég segi ekki annad en ¡Vesalings nágrannarnir! Á stadnum var plotusnúdur og búid var ad setja plast á gólfid (eins gott, ég er svo dugleg ad sulla). Íbúdin var trodin af fólki en thetta var samt bara nokkud gaman! Tharna var mergd af Ítölum og nokkrir Erasmusar. Vid ákvádum svo ad fara í baeinn, nokkur, en á endanum tókum vid bara straetó heim. Fólk var ordid of threytt...tsk tsk. Jaeja, nóg í bili....kyss kyss.

Alls stadar

Ítalski pilturinn, sem er alls stadar, var ad ganga inn í tolvustofuna. Thetta er ekkert edlilegt. Madurinn er alltaf thar sem ég er. Gledilegra var ad saeti Hollendingurinn er líka hérna...mmm...hann er rosasaetur.

12.11.04

Myndir frá Madrid

Ég bendi áhugasömum á myndir sem Lisa frá Thýskalandi tók sídastliðið mánudagskvöld. Myndirnar eru vaegast sagt hörmulegar og thví bendi ég vidkvaemum á ad láta thad vera ad kíkja á thaer. Á myndunum má meðal annars sjá Lisu sjálfa (ljóshaerd med gleraugu) , Clarisse hina frönsku (dökkhaerd), Ítalann Felipe sem er alltaf alls stadar thó svo ad ég thekki hann ekki, Kjartan (med hatt) auk thess sem Finnarnir eru á einhverjum myndum.

Einnig gled ég hjörtu einhverra, vona ég, med linkunum sem mér tókst einhvern veginn að troða inn á síðuna. Thar má finna fjöldann allan af nýjum linkum, meðal annars link á efni frá Kjartani, áhugavert nokk.
Í gaer var dagur skráningar. Ég hafdi alltaf litid á thennan dag sem upphaf laerdóms, ad ég myndi reyna ad drullast til ad laera frá og med thessum degi. Ég sé thad ekki alveg gerast og hef raunar góda afsökun. Ég gat ekki skráð mig. Thrátt fyrir ad vera med alla pappíra í lagi og ad hafa bedid í röd í rúman hálftíma gekk thad ekki upp. Thad hafdi nefnilega einhver skrád sig á mínu númeri í laeknisfraedi. Kannski ég aetti bara ad skipta um fag? Hér virdist audveldara ad komast inn í laeknisfraedi en heima.
Gaerkvöldid var ágaett. Maturinn var drifinn ofan í fólkid á methrada til thess ad maeta ekki allt of seint á De Cine. Ad sjálfsogdu var thad algjor ótharfi en thad er búid og gert. Stemmningin thar á bae var baerileg; spaensk stúlka kynnti mig fyrir fraenda sínum og lét mig tala rétt eins og hún hafdi gert vikuna ádur vid kaerastann sinn, aðdáandi Clarisse spurði frétta af henni og virtist sakna hennar sárt og hitinn var mikill, sérstaklega í samanburði vid skítakuldann úti. Ég held ad helgin verði róleg, gamlar konur tharfnast hvíldar endrum og sinnum.

11.11.04

Ný tónlist...

Ég er ad verda klikkud á thví ad hlusta alltaf á sama raulid á morgnana í straetó. Ímyndid ykkur ástandid: Thetta er eins og ad fara á hverjum degi til Keflavíkur í rútu og thar ed ég get ekki lesid í bíl hlusta ég á tónlist. Ég er komin med svo mikid óged af diskunum, sem ég tók med mér, ad ég á orugglega eftir ad molva nokkur stykki. Sigga, plís, sendu mér einhverja af diskunum mínum (t.d. Damien Rice eldri, virdist hafa gleymt honum, og diska med The Cranberries) og brenndu einhverja skemmtilega. Ef ekki verd ég klikkud af ollu thessu júrórusli, er med tímabundid (?) óged. Annars naut ég thess bara ad vera ein heima í gaerkveldi. Ég kom reyndar seint og nádi akkúrat ad horfa á Will og Grace og uppáhaldstháttinn minn "Aquí no hay quien viva", bordadi skinku og hvítt súkkuladi í kvoldmat og naut thess ad pissa med opna hurd. Thad getur verid lúxus ad vera einn heima...í kvold á ég samt von á gestum í mat og eftir thad aetlum vid ad fara á "Punto de encuetro". Vúhúú...

10.11.04

Bloggaeði

Ég var ad skoda gamlar faerslur, frá voronn 2004. Thar segir til daemis frá fyrstu heimsókninni minni í Palacio de Gaviria og fallegum hugsunum í gard Telepizza. Annars var ég ad skoda blogg hjá alls konar fólki núna ádan og velta fyrir mér hvad fólk skrifar á misjafnan hátt um líf sitt. Sumir eru hundrad og thrjátíu prósent hreinskilnir og segja frá ollu medan adrir (til daemis ég) segja bara frá brotabroti og thá í styttri útgáfu. Kannski ég aetti ad breyta um stíl, raeda um stráka sem ég er skotin í og tala um túrverki. Held samt varla...Eigum vid ad halda kosningar um málid?

Nýtt útlit

Ef thið skylduð ekki hafa tekið eftir thví. Illu heilli detta linkarnir mínir út, ég veit ekki hvernig ég endurvek thá en thað verður ad bíða betri dags. Ég er ánaegð með litina og thað er ekki svo erfitt að lesa. Nú tharf ég bara hjálp við að setja inn linka og faera kommentin niður um eina línu. Verið nú góð, thað er ykkur lesendum til bóta að bloggið líti vel út. Elías: Sérðu hvernig ég reyni að thóknast thér með íslensku stafina?...kemur smátt og smátt :)

Hjálpadu mér upp....ég get thad ekki sjálfur...

Fúff, ég er í djúpum skít. Ég maetti í tíma í setningarfraedi í morgun og komst ad thví ad hjá okkur var próf eda konnun. Illu heilli vissi ég ekki af thví thar ed ég hafdi misst af tímanum á fostudag og einnig kom thetta sér illa thar ed glósurnar mínar eru gotóttar. Thad var gott ad hafa Ítalann Selene sér vid hlid, hún var í jafnvel enn verri málum. Annars er thad ad frétta ad á morgun skrái ég mig í námskeid. Litlir hlutir geta verid flóknir hér en allt hefur thó raest í bili. Konan sem átti ad skrifa undir fogin hjá mér haetti nefnilega í sinni stodu í dag. Sem betur fer féllst hún samt á ad skrifa undir hjá baedi Kjartani og mér en svo kom í ljós ad nokkrar bladsídur vantadi aftan á pappírinn hans Kjartans svo ad hann thurfti ad fá nýjan og redda svo nýrri undirskrift. Allt frekar flókid, a.m.k. fyrir mig sem ekki nennir ad hugsa. Helgin var vidburdarík en thad var erfitt ad snúa aftur í skólann í dag. Mig langar bara heim ad sofa.

6.11.04

Fréttir úr hórustraeti

Já, enn á ný er ég maett í hórugotuna, reyndar ekki svo margar maettar í dag ad thví er virdist. Sídustu dagar hafa verid skemmtilegir...fór í matarbod til Sabine frá Thýskalandi á fimmtudag og eftir thad fórum vid á "Punto de encuentro", ad hitta adra Erasmusnema. Thad var frábaert thar sem fólkid úr ferdinni maetti og vid thekktum miklu fleiri núna en vikuna ádur. Eftir thad skelltum vid okkur í hollina margumtoludu ásamt nokkrum finnskum stelpum og Christian spanjóla. Thar donsudum vid villtan dans, fengum ad heyra nokkur falleg ensk ord (not) og skodudum afar skrautlegt mannlífid. MJOG GAMAN! Í gaer var fólk ekki eins mikid á thví ad fara út svo ad vid endudum á thví ad fara út ad borda og svo í bíó. Kjartan vildi ekki fara í bíó (gód ákvordun hjá honum) svo ad á endanum fórum vid Clarisse med tveimur "porum", ekki snidugt. Myndin fjalladi um konu sem gerir heimildamynd um gamla konu sem thótti mikill heimspekingur, ekki alveg thad sem ég vil horfa á á fostudagskveldi. Vid fórum svo á kaffihús og plonudum kvoldid í kvold og ég gisti svo heima hjá Clarisse. Er ad paela í ad skella mér adeins í H og M, fara heim, borda, lesa eda álíka. Hvenaer kemur ad laerdómi spyr ég mig...ástandid fer ad verda alvarlegt.

4.11.04

Hjálp!

Bloggid mitt lítur hraedilega út og ég kann ekki ad laga thad. Thad sem thad myndi gledja mitt litla hjarta bara ad breyta bakgrunnslitnum og stofunum. Hver getur hjálpad? Ég er tilbúin ad bjóda vidkomandi í hádegismat vid taekifaeri... Annars er thad ad frétta ad saeti Hollendingurinn er í tolvustofunni!!!!!

3.11.04

Töff -engin spurning-

Já, konan sem tekur sama straetó og ég á morgnana er lifandi godsogn ad mínu mati. Thetta er afskaplega venjuleg kona, brúnhaerd med brún augu, held ég, og ekki áberandi ad neinu leyti nema thví ad hún gengur í einhverjum flottasta jakka sem ég hef séd. Munid thid eftir Hensongallatímabilinu og apaskinnsgollunum? Jakkinn, sem konan gengur í, er ad ég held frá svipudu tímabili. Hann er úr einhvers konar glansandi efni, líklega vatnsheldu, sem vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess ad litirnir eru FRÁBAERIR; neonbleikur, neonfjólublár, neongraenn og svo hetta í neonappelsínugulu. Ef einhver getur sagt mér hvar ég fae svona jakkka, vinsamlegast hafid samband!
Annars var ég í Sevilla um helgina og skemmti mér konunglega. Thetta var ferd skipulogd af Erasmusnemendafélaginu svo ad andrúmsloftid var afar althjódlegt. Vedrid var leidinlegt en thad gerdi ekkert til. Haldid var stórt partý á báti sem sigldi med okkur um Guadalquivir, fyrir thad botellón, dómkirkjuskodunarferd, Alcazar, partý á heimavistinni, út á diskótek og svo var komid vid í Córdoba á leidinni heim. Maeli med arabíska veitingastadnum rétt hjá moskunni, thjónninn er rooosasaetur!
Ad enn odru. Ég vil fá jólagjafaóskalista frá ykkur, takk. Gjafirnar verda ad vera mjog léttar.