30.4.05

Nordurlandabúar í Madrid

Á fimmtudaginn fórum vid nokkur í Retiro-gardinn, sem sídustu daga hefur verid algjör paradís í hitanum. Tilgangur ferdarinn var ad liggja og sóla sig, laera finnsku (ég, thótt ekki hafi mér ordid mikid úr verki) og borda lummur/vöfflur/pönnukökur, nokkurn veginn thad sama og vid höfdum gert daginn ádur. Thad sem lífgadi upp á daginn var skrítni náunginn sem settist á trjábol rétt vid okkur. Hann byrjadi á thví ad teygja sig til himins og horfa á okkur gaumgaefilega. Hann rannsakadi hvert okkar af mikilli nákvaemni og brosti svo út í loftid. Madurinn var, vel á minnst, afar myndarlegur og vel til fara. Eftir smástund settist hann á grasid vid hlidina á okkur og hóf ad hlusta á tónlist. Hann tók vid og vid af sér heyrnartólin til ad horfa á okkur en thegar madur med trompet kom og hóf ad spila af krafti var okkar madur fljótur ad skella á sig heyrnartólunum á ný. Virkadi dálítid eins og hann vaeri einhverfur.
Pilturinn faerdi sig alltaf naer og naer og haetti ekki ad glápa. Virkadi eins og hann vaeri eitthvad spes, en vid komum thví ekki fyrir okkur hvad. Helena lá á teppinu og ákvad piltur ad skoda á henni naflalokkinn og lagdist thví nánast yfir hana, henni til talsverdar skelfingar eda kannski frekar undrunar. Hann faerdi sig svo bara til baka og hélt áfram ad horfa á okkur og líka ad hlusta á samtal okkar og hlaeja, ekki endilega á réttum stad. Vid spjölludum um tungumál og ord sem vaeru lík í saensku, íslensku og finnsku og vorum eitthvad ad paela. Andlitid á pilti lýstist allt upp og hann tók nokkrar gódar hláturrokur thegar vid lýstum thví yfir ad ordid sem notad er fyrir pissa vaeri borid fram svipad og ordid kyssa á íslensku. Kannski var thetta bull í okkur. Ég reyndi svo ad heilsa pilti en hann glotti bara framan í mig, thar sem hann lá hálfur inni á teppinu okkar. Samskiptin bötnudu nú reyndar thegar leid á...eftir miklar paelingar fór hann ad tala vid okkur, sagdist vera frá Svíthjód og sagdist ekki vera hér til ad laera. Samt var erfitt ad fá úr honum upplýsingar. Hann vildi til daemis ekki segja okkur hvadan í Svíthjód hann vaeri en hann sjálfur spurdi okkur stelpurnar allar hvad vid laerdum, lýsti yfir thví ad námid hennar Cla (thýdingar og saga Spánar) vaeri áhugavert en spur i Helenu af hverju í ósköpunum hún laerdi tölvunarfraedi. Einnig spurdi hann finnsku stelpurnar hvort thaer vaeru frá einhverjum ákvednum bae í Finnlandi, sem ég held ad hafi verid eitthvert krummaskud og var undrandi thegar thaer svörudu neitandi.
Ádur en ég fór hafdi pilti tekist ad drepa mig úr hlátri med thví ad segja ad thessi risa orgasmo (=fullnaeging) vaeri thad fallegasta í Madrid og spyrja okkur hvad okkur fyndist um hana (hann benti á risastóra gosbrunninn sem var vid hlidina á okkur) og sagdist hrifinn af augum Afródítu. Hann hélt um faetur Clarisse thegar ég fór í burtu flissandi. Eftir á sagdi Cla mér ad hann hafi játad ást sína og ekki sagst geta tekid vid kexpakka frá henni (sem hún vildi losna vid) af thví ad hann myndi alltaf minna hann á hana. Einnig fékk hann upplýsingar um daemigerdan dag í lífi hennar og einnig vildi hann vita hvada tannkremstegund hún notadi og fleira í thá áttina. Afar edlilegur drengur!! Mikdi vaeri gaman ad vita hvad honum stód til, hvort thetta var leikari ad aefa sig, dópisti eda bara piltur sem var eitthvad skrítinn...

28.4.05

Montprik

Vildi bara deila thví med ykkur hinum ad hér er heitt og sólin skín. Í gaer lágum vid í 28 stiga hita í Retiro-gardinum og thad var MJÖG notalegt. :)

26.4.05

Baskaland med meiru

Thad er erfitt ad ákveda sig vardandi hver sé fallegasta borg Spánar. Ég skipti álíka oft um skodun og naerföt en núna held ég ad ég sé komin med topp 5 eda eitthvad í áttina. San Sebastián er nýja borgin á listanum. Vid fórum thangad og til Bilbao yfir helgina og ég vard aftur ástfangin af San Sebastián, rosalega fallegt thar! Annars var thetta hinn fínasti túr, allt morandi í karlhormónum sökum kynferdis samferdarmanna en their hegdudu sér eins og englar, greyin. Vid kíktum adeins á naeturlífid í San Sebastián sem á vissan hátt líktist Reykjavík. Fyrst vorum vid í gamla baenum og faerdum okkur svo yfir á eitthvert diskótek. Á bádum stödum var nákvaemlega sama fólkid...og daginn eftir sá ég nokkra aftur, hálfgerd sveitabaejarstemmning. Bilbao er líka falleg borg en á annan hátt. Allt samt vodalega graent alls stadar í Baskalandi og fólkid almennt séd afar indaelt. Ég lenti samt í hrakningum í Bilbao strax á fyrstu mínútum. Fyrst tókst mér ad festa buxurnar mínar í rúllustiganum í metróinu og svo lamdi ég midasjálfsalann til ad peningurinn minn dytti nidur med theim afleidinum ad hurdin á honum opnadist og vélin fór ad pípa á fullu med sírenuhljódi. Svonalagad er adeins ég faer um. Mögulega reyni ég ad setja myndir á netid úr ferdinni...

20.4.05

Ítala í eldhúsid

Ég maeli med thví ad hver og einn fái sér eitt stykki Ítala í eldhúsid, sérstaklega einhvern eins og Dani. Hann kom í heimsókn í kvöld og raunar Cla, Hlí og Kja líka, og vid hjálpudumst ad vid ad búa til pítsur og hálfmána. Madurinn var sem hamhleypa. Ég er svo sem lidtaek í eldhúsinu en afskaplega haeg og hugsi, hann aftur á móti vatt sér í hlutina og var enga stund ad. Útkoman var vaegast sagt mjög gód! Aetladi ad skrifa meira en er hreinlega of threytt...Góda nótt og helgi!

18.4.05

¿Ella o él?

Grímuballid eda kynskiptiballid, eins og einnig maetti kalla thad, var rosalega skemmtilegt thótt jafnvel hafi verid enn thá skemmtilegra ádur en thad byrjadi, heima hjá Daniele frá Ítalíu. Vid hittumst nokkur heima hjá honum til ad borda pasta, sem hann eldadi ofan í okkur, og ávaxtasalat sem ég útbjó af mikill list, og svo líka til ad klaeda okkur í búninga. Ég held ad ég lýsi ekkert fólkinu, myndirnar sem ég get vonandi einhvern tímann sýnt tala sínu máli, en vid sem vorum hjá Dani (Cla, Kja, Hlí, Glenn Bandói, Helena finnska, Serge P.Ríkói og Iván ítalski) vorum öll gasalega fín og á endanum voru thad Cla og Dani sem sigrudu fyrir besta búninginn. Cla átti thad algjörlega skilid, hún var rosalega fyndin sem spaenskur thungarokkari. Kjartan faer sérstakt hrós fyrir ad hafa á endanum samthykkt ad fara í búning, hann var í fötum af mér og med "ölmu-hálsmenid" mitt.

Maeting Erassa á ballid var reydnar ekki sem best en á stadnum var fullt af Spanjólum, sem thví midur voru ekki grímuklaeddir. Vid Hlíf og Cla ákvádum, fullar sjálfsöryggis thar ed vid vorum nánast óthekkjanlegar í búningunum, ad reyna ad tala vid eitthvad af spaensku strákunum sem voru tharna og vita hvort vid aettum sjens í thá med skeggin. Thótt áhuginn frá okkar hálfu hafi verid afar takmarkadur (thetta var adeins mannfraedi/sálfraedirannsókn) thá má segja ad hözzlid hafi aldrei gengid betur. Ég hefdi getad nád mér í nokkra pilta thetta kvöld...thökk sé skegginu, en gerdi vitanlega ekki thar ed ég er gód stúlka. Mér er spurn, er eitthvad ad spaenskum karlmönnum???

15.4.05

Kjartan víkingur

Ég held ég aetli bara ad heita Kjartan víkingur...

Búningurinn er tilbúinn og satt best ad segja finnst mér hann frekar flottur enda er ég búin ad eyda gódum tíma í hann, ad sauma handhlífar úr moppu og finna rétta skeggid og augabrúnirnar. Thetta verdur gaman. Úr thví ad Kjartan maetir ekki á svaedid er, held ég bara, gód hugmynd ad heita Kjartan í kvöld, hann er jú adalvíkingurinn á svaedinu.

14.4.05

Gael, te quiero mucho!

Ergelsid yfir ad hafa ekki verid á landinu thegar leynilegur ástmadur minn, Gael García Bernal, kíkti á klakann var mikid. Gódkunningjar og foreldrar huggudu mig reyndar med lofordum um ad klippa út vidtöl vid kauda og annad efni um hann en engu ad sídur var ég fremur sár yfir ad hafa misst af frábaeru taekifaeri til ad vera í sama herbergi og thetta god. Núna er ég samt farin ad líta á björtu hlidarnar á tilverunni og thessari heimsókn hans. Tilveruna lít ég bjartari augum eftir ad ég uppgötvadi uppáhaldssíduna hennar Sigrúnar Thallar og reiknadi út ad 88% líkur vaeru á ad samband okkar Gaels myndi ganga upp og heimsóknin finnst mér jákvaedari vegna thess ad thetta thýddi thad ad pabbi og mamma fengu ad kynnast tilvonandi tengdasyninum. Thótt mömmu thaetti "hinn gaeinn" saetari var hún baerilega sátt vid Mexíkóann minn og thau hjónin virdast hafa samthykkt Gael sem tengdason, annad er a.m.k. ekki haegt ad lesa út úr thessu tölvuskeyti sem pápi gamli sendi mér í dag undir titlinum "Garcia":

Mamma þín sagðist hafa séð viðtal við leikarann Gael Garcia. Hún sagði að hann væri greinilega bæði flottur og klár maður. Vona að þú hafir það gott.
Ástarkveðja
Pabbi

Eina áhyggjuefni mitt er thad ad mamma virdist ekki hafa fulla trú á ad mér muni takast ad naela mér í pilt (hún veit kannski ekki ad Jordi hitti Gael úti á flugvelli um daginn) thar ed í dag skrifadi hún mér í emaili um ástarmöguleika mína heima á Íslandi. Engir litháenskir verkamenn en samt...

13.4.05

Karlmannsvíkinganafn óskast

Ef til vill aetti ég ekki ad segja frá thví (mamma, thú vilt ábygilega frekar lesa um námid hjá mér) en á föstudaginn er ég ad fara á grímuball. Thetta er ekki hid hefdbundna grímuball heldur verdur thad thannig ad fólk á ad skipta um kyn. Miklar paelingar hafa verid hjá okkur vardandi búninga, Jordi lagdi til góda hrúgu af fötum og vid keyptum okkur yfirvaraskegg en nú erum vid eiginlega komin med adrar hugmyndir. (Ad minnsta kosti ég og svo Cla, Kja er eitthvad tregur til) Clarisse aetlar ad vera spaenskur thungarokksdaddáandi med hárid slegid, risastórt svört bílstjóragleraugu, í metallica-bol og med kedjur hangandi. Ég er aftur á móti ad paela í ad vera víkingur. Sem stendur er ég ad leita ad feldi til ad vera med en leitin hefur ekki borid árangur. Ef illa fer verd ég ad láta hjálminn, skeggid og sverdid duga. Dani frá Ítalíu og Serge hafa thegar fallist á ad leyfa okkur ad klaeda thá upp og eiga their ekki vona á gódu. :)

Svo ad ég geri Önnu Ólafsdóttur, adaláddáanda mínum adeins til geds get ég sagt ykkur ad skólinn gengur baerilega. Nú eru tímarnir ad komast í gang af krafti eftir páskafrí og skemmtilegi málvísindakennarinn er kominn úr veikindafríi. Ég er týnd í finnskutímum og skildi reyndar ekkert í dag í morfólógíu af thví ad thad kom ungur forfallakennari sem taladi á billjón orda hrada á mínútu. Nóg um thad...

Svo ad ég skipti algjörlega um umraeduefni thá get ég tjád mig um eldhúsástandid heima hjá mér...raunar ástandid sem er alls ekki nógu gott. Thad var ekki sérlega alvarlegt ad hafa fundid pöddu í rúminu mínu og ad sídustu vikur hafi kakkalakkar stundum sýnt sig á badherbergisgólfinu en mér finnst helst til leidinlegt ad í eldhúsinu hafi farid fram kakkalakkainnrás medan ég var í burtu OG ad ég fann kakkalakka í matarskápnum mínum í gaer. Ég taemdi nánast skápinn og á thví lítinn sem engan mat og sé fram á enn frekari leti í eldamennsku á naestu vikum...úbbs.

11.4.05

Santiago Santiago

Ég eyddi helginni í pílagrímsborginni Santiago ásamt Erössum. Ferdin var rosalega skemmtileg! Segja má ad hápunktur ferdarinnar hafi verid messan sem vid fórum í á laugardagsmorguninn, rosalega skrítin messa. Einn af prestunum baud Erassahópinn meira ad segja velkominn og taladi líka á ítölsku, einhverjum ödrum hópi til heidurs. Held reyndar ad í theim hópi hafi verid prestar, ekki bara vitlausir Erassar. Ad flestöllu ödru leyti var messan fremur edlileg, presturinn taladi, söfnudurinn stód upp vid og vid og svo söng nunna vidkvaemri röddu á undurfallegan hátt ad mínu mati. Svo byrjadi thad skrítna, thad sem allir höfdu bedid eftir, reykelsissveiflid. Thad fól í sér ad risastórt box (svona einn og hálfur meter skildist mér) sem var fullt af brennandi reykelsi var hengt í kadal rétt vid altarid og togad upp. Svo var thetta látid sveiflast um kirkjuna, thannig ad thad var alveg vid thad ad skellast upp í loft. Minnug thess sem Hlíf var nýbúin ad segja mér, ad á 16. öld ef ég man rétt hafi einhver prinsessa verid í messu og reykelsid skotist út um gluggann, var ég skíthraedd, enda stadsett rétt vid ganginn. Thetta var algjör klikkun ad mínu mati!!! Mér skildist ad thad vaeri samt ástaeda fyrir thessari hefd, thótt vera kynni ad ég hafi misskilid sökum svefnleysis. Thetta var víst gert vegna thess ad thad var svo vond lykt af pílagrímunum eftir allt labbid. Kannski var líka vond lykt af Erössunum...

Ég gaeti sagt frá mörgu ödru í ferdinni; herbergisfélagnum okkar Hlífar sem var rosalegur skemmtikrafutr (?!?!) eda veislunni á laugardagskvöldid. Thá fórum vid út fyrir baeinn í fylgd einhverra af indaelu galissulendingunum sem höfdu sýnt okkur borgina daginn ádur. Veislan minnti á ímyndadar veislur á fyrstu árum Íslands, var í einhvers konar hlödu og allir sátu á bekkjum vid langbord. Vitanlega var kalt eins og haefir tharna. Fólk drakk vín úr skálum og svo var borid í okkur ógrynni ólekkers mats, blaut tortilla, eyru, eitthvad sem ég vildi ekki vita upprunann á og svo reyndar franskar og kjöt. Ég tek fram ad eyrun fóru ekki inn um minn munn. Eftir thví sem leid á veisluna tóku Erassarnir, sem raunar voru adeins hluti fólksins í hlödunni, ad kaetast og margir ad syngja thrátt fyrir erfidleika ad finna lög sem allir kynnu. Mjög gaman! Á naesta bordi var steggjapartý og karlmennirnir thar byrjudu ad tala vid mig thegar ég fór ad hlýja mér vid eldtunnuna. Sídar baettist Hlíf í hópinn og í sameiningu settum vid gloss og glimmer á flestalla í steggjapartýinu og svo á nánast alla Erassana. Thad var rosalega fyndid eftir á thegar verid var ad undirbúa Queimada-drykkinn og nokkrir fóru upp á svid i nornadulgervi en allir glansandi af glimmeri. En kannski var thetta dálítid svona you had to be there stund. Ég kem a.m.k. sael heim eftir ferdina og med thad í hausnum á mér ad fólkid í Galisíu sé indaelt og ad stadurinn sé fallegur!

5.4.05

Tileinkad litlu mygladri

Dollý mín er farin, ég gleymdi ad segja addáendum bloggsins frá thví thegar hún yfirgaf Spán. Stúlkan er á leid til Japan thótt sem stendur dvelji hún í London. Í Japan aetlar Dollý ad halda áfram á sömu braut, thad er í enskukennslunni. Ad sögn gengur allt vel. Thrátt fyrir ad ungfrúin hafi ekki farid fyrr en í lok mars höfum vid notid návistar nýs íbúa, sem nú dvelur í fyrrum heimkynnum Doloresar, sídan snemma í mars. Ég kynni hér med nýja íbúann, Javier til sögu. Javier er menntadur bókasafnsfraedingur á sama aldri og Jordi. Pilturinn kemur frá Cuenca og starfar einhvers stadar úti í sveit hér í Madridarcomunidadinu. Hann hefur áhuga á skemmtanalífi, eldamennsku og internethangsi. Velkominn Javi!

Án titils

Thar ed ég hyggst halda heim á Frón í lok júnímánadar hef ég verid ad svipast um eftir gódu flugi hingad kíkti ég á heimasídu Icelandair (af hverju í ósköpunum geta their ekki borid íslenskt nafn?) og fann ofsalega hentugt BEINT flug frá Madrid. Thví midur fann ég enga leid til ad kaupa flugid med byrjunarpunkt í Madrid (flug bádar leidir) en ég prófadi verdid á thessu flugi med byrjunarpunkt í Keflavík og hafdi svo samband vid Icelandair til ad komast ad thví hvar ég gaeti keypt slíkt flug og hvort ég gaeti notad seinni legginn í flugi frá Keflavík til Madridar edur ei. Their svörudu mér, seinni spurningunni neitandi en í theirri fyrri bentu their mér á hvar ég gaeti keypt flugid og sögdu mér svo ad thad kostadi 49 thúsund krónur, 20 thúsund meira en ef ferdast er frá Keflavík til Madrid. Hvernig í ósköpunum getur svonalagad verid? Ég bíd enn eftir svari vid fyrirspurninni sem ég sendi theim.

Helgin fór ekki eftir áaetlun. Morfólógíudagurinn var ekki haldinn hátídlegur thar ed ég lá veik allan laugardaginn. Ekkert vard thví úr útstáelsi, sem raunar var nóg í bodi einmitt baedi á föstudags- og laugardagskvöld. Fúlt en kannski bara ágaett! Á sunnudaginn fór ég thví snemma á faetur og skellti mér med Kja og Hlí á Rastró. Svo endudum vid raunar á thví ad eyda öllum deginum nidri í bae, í Retiro, straetóferdum og svo skelltum vid okkur á Ginos í von um ad sjá Fran. Óskir okkar voru ekki uppfylltar thad kvöldid.

1.4.05

Áhyggjur

Hafdi ég hugsad mér ad rita um áhyggjur mínar af samnemanda mínum hér í Cantoblanco, Hlíf Árnadóttur, en ég sé ad hún hefur sjálf sagt frá óförum sínum í metró á blogginu sínu. Áhyggjuefni mín voru sem sé sú stadreynd ad telpan er farin ad lemja fólk í almenningssamgöngum borgarinnar og ad hún glápir statt og stödugt á thýska hommaerótík og magadansmyndbönd med Sambóinu. Vid skulum öll hugsa fallega til Hlífar!

Í gaer fórum vid á bókakynningu hjá Kristni Err. Hann er nýbúinn ad gefa út spaenska útgáfu af bókinni Fjölmóds sögu Födurbetrungs. Kynningin var haldin í húsnaedi norraenu bókaverslunarinnar hér í Madrid og tókst vel. Á stadnum var engin önnur er Ursula finnskukennari, en í ljós kom ad thau hafa unnid talsvert saman. Lítill heimur! Eftir kynninguna bordudum vid léttan kvöldverd og hraeódýran og héldum svo á Erassabarinn thar sem heldur betur var margt um manninn. Hluti fólks hélt sig reyndar utandyra thar ed hitinn sem venjulega er á De Cine var ekki minni í góda vedrinu sem vid nutum í gaer og má segja ad thad hafi verid illlíft tharna inni. Ég er hálffarin ad kvída maímánudi, hitinn í metróinu er thegar svakalegur, ég vil ekki hugsa um thad hvernig thetta verdur eftir nokkrar vikur.

Helgin er enn thá óplönud, ad minnsta kosti ad hluta. Í kvöld stefnum vid thó ad thví ad fara út í smástund og á laugardaginn verdur ordmyndunarfraedidagurinn haldinn hátídlegur med videigandi laerdómi og áti. Á sunnudaginn aetlum vid á Rastró og svo ad hitta Fran um kvöldid....eins gott ad hann sé á vakt.