30.8.03

Vil benda ykkur á bloggsíðu Hlífar, skemmtileg lesning.
Jæja, enn er allt í óreiðu, ekki beint draumaástandið mitt. Ég veit ekki enn þá með fullvissu hvaða námskeið ég mun sækja á haustönn, hundfúlt. Ég get ekki búið mig andlega undir tímana. :) Í dag var reyndar kynningarfundur uppi í Háskóla, fyrst fyrir Heimspekideild og svo skor rómanskra og klassískra mála og svoooo spænskuna. Þar voru ekki mjög margir en samt ágætt. Þrír kennarar kynntu sig fyrir okkur, ein íslensk kona og tveir Spánverjar. Ég veit reyndar ekki alveg hvort eða hvað þetta fólk á eftir að kenna mér en eflaust kemur það í ljós fyrr eða síðar. Vonandi ganga hlutirnir ekki á spænskum hraða í deildinni.

26.8.03


You're Cate Blanchett....you can be a great person
and have the ability to do many things at once
you're loved by your friends and family...

What actress are you?
brought to you by Quizilla

24.8.03

Ef svo ólíklega vill til að ég eignist einhvern tímann drengbarn hef ég ákveðið nafn þess. Hann mun heita Gael eftir leikaranum Gael García Bernal. Ekki halda að þetta sé skyniákvörðun, nei, ég er búin að prófa nafnið.....Gael pael hael mael sael fael....það er erfitt að finna ljót rím við nafnið. Kannski væri bara líka hægt að nota nafnið á stelpu!?! Annars væri vitanlega best að barnið héti nákvæmlega það sama og leikarinn en slíkt væri erfitt þar sem hann heitir tveimur eftirnöfnum, García og Bernal. Ég er svo óheppin að heita hvorugt (þótt Sigurðardóttir sé reyndar ágætt) og verð því að láta mér nægja að reyna að næla mér í eitt fallegt eftirnafn á barnið. Ætli Andy García væri til í að feðra son minn?
Ég er svo þreytt að ég fer að sofna liggjandi fram á lyklaborðið.

20.8.03

Jæja, sökum fjölmargra hvatningarorða hef ég ákveðið að lífga við bloggið mitt hinum geysimörgu lesendum þess til mikillar (eða blandinnar) ánægju. Í dag eignaðist ég dóttur á Indlandi. Reyndar ætti ég ekki að tala í fyrstu persónu þar sem foreldrarnir eru tveir, Sigga systir og ég. Styrktarbarnið okkar er Bellamkunda, tíu ára, sem á sér þann draum heitastan að verða læknir þegar hún vex úr grasi. Uppáhaldsliturinn hennar er rauður og hennar helsta áhugamál að leika sér. Annars var ég í leiðindum mínum að skoða dagatal frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga sem olli vangaveltum hjá mér um hjálparstarf. Hvernig ætli best sé að standa að slíku? Það sem olli dálítilli hneykslun minni voru upplýsingar á umræddu dagatali. Sagt var frá hinum ýmsu þjóðflokkum Afríku og hvernig starf félagsins gengi þar, að sumir væru nánast kristnaðir en aðrir ættu enn langt í land. Það er ég viss um að íslenskir kristniboðar hafa gert mjög góða hluti í fátækum ríkjum Afríku en væri ekki nær að hjálpa þessu fólki með fræðslu eða þjálfun í störfum eða öðru í stað þess að leggja aðaláhersluna á að fræða um líf Jesú Krists? Hefur þetta fólk ekki rétt á að halda áfram að stunda trú sína? Samkvæmt upplýsingum um Bellamkonda, er hún hindúatrúar og fær að halda þeirri trú sem hún vill þótt einhver fræðsla sé um kristni í skólanum. Gott mál það sýnist mér!