29.8.05

Tilvistarkreppa -part 3-

Helgin mín var ágæt, en einhverra hluta vegna er ég dottin inn í þá tilfinningu að ekkert sem ég geri hafi nokkurn tilgang og að ég sé farin að lufsast gegnum lífið eins og einhver gufa. Kannski er þetta bara tímabundin þreyta eða BA-ritgerðarskrifakvíði, vonum það. Annars var Sergio hjá mér fyrstu tvær næturnar þangað til hann flutti annað, móður minni til mikillar mæðu. Við áttum ágætisdaga saman, fórum út að borða á indverska staðinn Shalimar, en Sergio hafði einmitt starfað þar einhverjar vikur meðan hann dvaldi hér á landi. Það hafði þó ekki spilað inn í ákvörðun okkar um að snæða þar á bæ, heldur var þetta tilviljun mikil. Amir, eigandi staðarins og raunar einnig leigjandi bróður míns, seldi okkur mikið góðan mat á góðu verði og í umhverfi sem fékk mig til að líða eins og ég væri erlendis. Með okkur Sergio í för voru Edda, Jónas og systir Jónasar, sem sagði skemmtisögur austan af fjörðum. Við kíktum aðeins út á margþrungið næturlíf Reykjavíkurborgar eftir matinn þótt naumt væri á að ég héldi augunum opnum. Þá líkt og á laugardagsvköldið fórum við frá einum bar á annan og nutum þess að horfa á myndarlegar Reykjarvíkursnótir, allar með ljóst hárið litað í sama litatóninum og í eins leðurjakka. Ekkert yndislegra! Ætla að hætta þessu neikvæðishjali mínu...sný aftur á jákvæðu nótunum sem fyrst.

La vida post-Erasmus -lo que te pasa al volver-

Habiendo pasado tiempo con Sergio, que estuvo aquí en Islandia con una beca Erasmus hace dos años, he pensado un montón en qué le pasa a los pobres Erasmus después de su estancia. Él ha ido por la ciudad mirando con ilusión todas las cosas, y recordando los meses que estuvo aquí. Para él como todos, supongo había cosas excelentes pero también hay cosas malas. Voy a escribir un poco sobre lo que te pasa al volver, lo que antes hubiera llamado Depresión post-Erasmus, pero ahora sé qué no hace falta una palabra tan fuerte:

Deudas: Supongo que a muchos les pasa lo mismo. Los pobres mediterráneos van al norte y gastan todo su dinero en alojamiento y comida que les cuesta triple lo normal mientras los nórdicos se van al sur y gastan todo su dinero en viajes y fiestas. En mi caso, en fiestas sí, pero más todavía en viajes....pero no me arrepiento...Turquía, Suiza, Andorra, Francia, Alemania, La República Checa y muchos sitios de España, no me lo hubiera querido perder.

Cambio climático: De los 35°C en Madrid a los 12°C en Reykjavík. ¿Hace falta decir más?

Los precios: Para algunos Erasmus será un alivio volver a su tierra por no tener que seguir ahorrando cada euro/króna/libra. Para mí es lo contrario. Junto con las deudas hace aún más desagradable estar otra vez aquí donde todo es carísimo. Intento, no obstante, callarme cuando están cerca mis amigos que ya están hartos de mis comentarios sobre los precios. Un amigo mío que estuvo de Erasmus en Alemania ha empezado con las mismas quejas y ahora entiendo que es un poco aburrido escucharlo todo el rato.

El idioma: Dejas de escuchar el idioma que has estado practicando o aprendiendo durante meses de repente. En algunos casos no hay ningún problema para encontrar a gente con que hablar en este idioma, pero en otros más. Yo noto cómo voy perdiendo la fluidez, pero no me quejo, he tenido la oportunidad de hablar un poco, por lo menos. Sólo que falta Elías, mi compañero de intercambio de antes. ELÍAS KOMDU AFTUR!

Los cambios de carreteras: Sé que es una tontería, pero joder, aquí van cambiando todo el sistema de las carreteras así que me pierdo cada dos por tres cuando voy en coche por la ciudad.

Añoranza: Habiendo conocido a gente a que quieres mucho y con que te gusta pasar tiempo, es difícil volver a tu país y estar muy lejos de ellos. Para un islandés se puede imaginar lo malo que es, estando aquí en el quinto coño sin nada como Ryanair que te lleva medio gratis por Europa. Sigo esperando que pronto pueda viajar para ver a mis amigos, hasta a países tan lejanos como los Estados Unidos y Puerto Rico. ¡Gracias a dios por el messenger! Donaciones se reciben para financiar viajes.

¿Qué hacer?: Eso tal vez no les pasa a todos pero para mí es el gran problema de mi vida por ahora. Ya he gastado muchas palabras en eso, así que lo dejo.

24.8.05

Viene Sergio

Ya se ha ido Sigga pero no obstante seguiremos siendo cuatro en la casa los próximos días. La razón es Sergio. Había planeado venir el 25 de agosto y vivir en casa de un amigo suyo pero cambiaron los planes y va a pasar por lo menos los primeros días en mi casa. Al pobre lo vamos a meter en el sótano, en la habitación, más bien ex habitación de mi hermana. Por lo tanto llevo unas horas allí intentando arreglar todo, sin mucho éxito. La habitación sigue estando llena de mierda así que manana después del trabajo tendré que seguir limpiando para preparar la llegada de Sergio. A ver si consigo dejar el sitio más o menos bien...

23.8.05

Tilvistarkreppa -part 2-

Hneykslanlegt kann eflaust mörgum að þykja að ég skyldi ekki horfa á Mótorhjóladagbækur fyrr en í kvöld, en hvað sem því líður þá var ég afar hrifin af kvikmyndinn og þótti leikur (og líkami) margrædds Gaels García Bernals frábær. Eftir að hafa horft á myndina er ég komin með fleiri framtíðarhugmyndir, samhliða hugmynd minni um að gerast hjónadjöfull í dönsku konungsfjölskyldunni. Nú langar mig til Rómönsku Ameríku. Vitanlega langar mig þangað í von um að hitta Gael, þótt eflaust séu meiri líkur á að hitta kauða hér í Reykjavík, en líka bara til að ferðast og skoða. Það eina slæma er að til að fara til Suður-Ameríku þarf ég að eiga peninga og til að eignast peninga þarf ég að vinna. Mér finnst hvort tveggja afar leiðinlegt, vinna og að eiga peninga, ég er miklu betri í að eyða þeim bara.
Svo að ég snúi mér að öðru þá óska ég eftir mannafli til að aðstoða mig á Kleppsveginum. Sigríður er jú farin og ég hyggst hálfflytja niður í herbergi. Fyrst þarf samt að gera það vel vistarhæft, þrífa það og ganga frá dóti. Býð ég því áhugasömum í þrifapartý annað kvöld, 24. ágúst, þar sem ekki verður boðið upp á neitt nema gleðina sem fylgir því að hjálpa lötum námsmanni. Sjáumst á Kleppi!

22.8.05

Noche de la Cultura

En Reykjavík llevamos celebrando la Noche de la Cultura unos diez a ños. Me acuerdo de haberme perdido la primera, pero que mis amigas, entonces con unos catorce a ños, hablaban de haberse encerrado dentro de una librería (iban para comprar revistas con fotos de sus cantantes favoritos) porque una persona empezó a recitar poesía en medio de allí y la tienda se llenó de gente. La Noche de la Cultura de ahora, es algo un poco distinto. Sí, que sigue habiendo tiendas abiertas con alguna cosa especial como música viva o exposiciones de arte, pero la fiesta ha cambiado drásticamente en cuanto a lo que pasa después de los fuegos artificiales que suelen alumbrar el cielo a las once. Los reykjavíkenses últimamente parecen volverse locos después de eso. Todos los niños se quedan en el centro disfrutando de que los padres estén también por allí de juerga, y se emborrachan. Todo el centro se llena de mierda, y los islandeses disfrutan de lo que más les gusta, un botellón enorme. Algunos han dicho que la Noche de la Cultura debe de cambiar de nomre, que eso más bien es algo no-cultural. Yo digo que no, es una de las cosas más características de la cultura islandesa, beber como vikingos locos. Triste pero verdad.

Ég vil vera prinsessa

Það er frekar leiðinlegt að vera ég þessa dagana. Nú er ég ekki að meina vegna þess að ástkær systir mín er farin úr landi eða vegna þess að haustið virðist nálgast allt of óðfluga með tilheyrandi blæstri og kulda, þótt vitanlega hjálpi þessi atriði ekki til. Það leiðinlegasta þessa dagana er það að áform mín fyrir haustið eru nákvæmlega engin önnur en þau að skrifa eitt stykki BA-ritgerð en fólkið í kringum mig virðist ekki taka tillit til þess að ég hef ekki hugmynd um hvað nánasta framtíð ber í skauti sér og heldur áfram að spyrja: Já, hvenær byrjar skólinn hjá þér? Hættir þú að vinna í næstu viku? Mér finnst fúlt að útskýra í þrítugasta og níunda sinn að ég eigi bara eftir að skrifa ritgerð og að ég viti hreinlega ekki hvað framundan sé. Kannski ég ætti að skálda eitthvað upp, segja við fólk að ég sé búin að fá vinnu hjá Rauðu línunni við upplestur á erótískum smásögum og stunum eða að ég hyggi á ferð til Grænlands til að finna sjálfa mig. Það er auðvitað gott og blessað að sitja bara og kvarta, en ég er hrædd um að besta ráðið til að komast út úr þessari krísu minni sé að láta hendur standa fram úr ermum, eða ákvörðunargáfuna lýsa réttara sagt, og koma mér upp plani fyrir haustið. Sem stendur dettur mér raunar eitt í hug. Ég ætla að reyna að gerast hjónadjöfull í dönsku konungsfjölskyldunni. Prinsinn og Mary Dónalds eru í viðtali og hann virkar ekki aðeins skemmtilegur og hress, heldur er hann bráðmyndarlegur. Verst hvað ektafrúin er djöfull frambærileg! Hafið þið heyrt um bresti í hjónabandinu?

15.8.05

FM-hnakkagleði á Selfossi

Mikil eftirvænting hafði verið í mér alla vikuna þar eð ferðinni var heitið á Selfoss síðastliðinn föstudag. Ég gat ekki beðið eftir að sjá mannlífið í bænum; ljóshærða pilta með ræktaðan vöxt á gulum hondum og ljóshærð silíkonfljóð með brúnkukrem. Taka þarf fram að, já, ég hafði staðlaðar hugmyndir um skemmtanalíf þessa höfuðstaðs Suðurlands áður en ég lagði af stað og satt best að segja breyttust þessar hugmyndir mínar lítið í ferðinni. Það fyrsta sem við sáum þegar við keyrðum inn á bílastæðið við Hornið á Selfossi (einnig þekkt undir nafninu Samkaup hjá utanbæjarmönnum) var gul honda og ljóshærður eigandi hennar.
Kveðjuveisla Katrínar tókst með eindæmum vel þótt við hefðum raunar nokkuð rottað okkur inni í eldhúsi og rætt um daginn og veginn. Freyja varð afar kát og ákvað að fallegu kjúllaspariskórnir hennar hæfðu ekki næturlífinu á Selfossi, í staðinn skellti hún sér í rauð vaðstígvél. Með allri virðingu fyrir Selfossi og Selfossbúum, þá hef ég séð hressilegra skemmtanalíf. Á kaffihúsi kenndu við Júdas var Einar Ágúst júróvisjónstjarna að spila við daprar undirtektir hinna þriggja sem þar voru. Hann virtist þó afar kátur að fá liprar dömur (öðru nafni Freyja og Magdalena) á dansgólfið að skekja sig við villta tóna hans og hafði einmitt orð á því. Í Pakkhúsinu var lífið meira enda spilaði gleðisveitin Oxford undir dansi. Þar var raunar nokkuð mikið af fólki og hitti ég meðal annars Önnu Siggu, fyrrum vinnufélaga úr Búrfelli. Ég var glöð að sjá hana og svipta hulunni af leyndardóminum um núverandi starf hennar. Mig hafði nefnilega dreymt fyrir einhverjum mánuðum eða ári síðan að hún starfaði sem trukkabílstjóri og eftir það langaði mig svo ægilega að vita hvort ég hefði rétt fyrir mér. Það kom á daginn að Anna er mjólkurbílstjóri, ég ætti kannski að opna skyggnilýsingastofu.
Ferðin á Selfoss svalaði ekki aðeins forvitni minni um mannlíf bæjarins heldur einnig útileguþörf sumarsins, enda gistum við í tjaldi í garðinum hjá Kötu skötu og vöknuðum í svitabaði á laugardagsmorgun og skelltum okkur á KFC. Þeir eiga hrós skilið fyrir miklu betri franskar kartöflur en í Reykjavík. Látum það vera lokaorðin.

14.8.05

Gay pride

Ya ha pasado una semana desde que celebraron Gay pride en Reykjavík y no he escrito nada. Como muchas veces, las imagenes dicen más que míl palabras, pero bueno... A las tres por la tarde el sábado empezó el desfile por Laugavegur, la calle principal de Reykjavík. Hizo buen tiempo, más o menos, así que los del desfile no tuvieron que aguantar lluvia horrible (como en 2003) ni un frío de cojones, pero no pasaron calor los que bailaron encima de los camioneros, muchos con muy poca ropa puesta. El "drag-king" de Islandia, que habían elegido unos días antes, me pareció el más gracioso, una chica vestida de donjuan mediterráneo, muy gracioso verla y habiéndome vestido de hombre una vez, la admiré por haber descubierto una manera muy buena de ponerse barba. Quiero saber su secreto!!
Por la noche salimos de juerga, como habíamos planeado ya hace mucho Freyja y yo. El único problema fue que Freyja se enfermó y no pudo ir, pero en cambio fuimos Helga, Jónas y yo, y en Nasa (la discoteca) nos encontramos con unos norjobbers. El DJ, Páll Óskar, era muy bueno, y bailamos hasta las seis de la mañana, muy divertido. Había muchísima gente, y me encontré con familiares y amigos que no había visto desde hace míl años. También estaba la novia de Óli, que siempre me veo con ella en los bares de Reykjavík. Lo único malo de la noche era la cola para coger taxi. Tuve que esperar casi una hora. Menos mal que me encontré con un chico de mi instituto con que pude hablar. Disfrutad de las fotos!

9.8.05

Heilsuklikkun?

Mér er farið að líða eins og ég vinni á Heilsuhælinu í Hveragerði. Ástæðan er sú að meðal starfsfélaganna er komið upp æði fyrir netsíðu nokkurrri, sem kynnir sig á eftirfarandi hátt:
Vefurinn hot.is (Heilsa og þjálfun) er aðallega hugsaður fyrir fólk sem stundar líkamsrækt og vill geta fylgst með mataræði sínu og árangri. Hérna getur fólk semsagt skráð inn hvað það borðar yfir daginn og sér þá strax næringarinnihald fæðunnar, sem og orkuskiptingu.
Það er frábært að fólk hugsi um heilsuna (já, hljómar ótrúlegt að ég segi nokkuð slíkt) en vinnufélagarnir voru á stuttum tíma, allir búnir að skrá sig á síðuna, og farnir að telja. Svo heyrðust spurningar eins og: Hvort settuð þið fiskinn inn sem fisk í ofni eða steiktan fisk? Ég verð að lækka mig í fitu, í kvöld borða ég bara salat. Já, ég er búin að setja kvöldmatinn inn og var bara nokkuð lág í hitaeiningum.
Mér er spurn hvort þetta sé hollt? Þýðir þetta ekki að fólk fær algjöra þráhyggju varðandi hvað það borðar eða borðar ekki og hættir að hafa gaman af því? Ég segi fyrir mitt óheilsuamlega leyti að ég hyggst halda mig frá www.hot.is og kaupa mér heyrnartól til að ganga með í vinnunni. Afsakið neikvæðnina.

5.8.05

Spennu í lífið

Eftir æsispennandi verslunarmannahelgi hefur vikan verið enn þá viðburðaríkari hér á Kleppsveginum. Hér hefur verið brotist inn, ég þurfti að fara með mömmu á slysó og í kvöld var keyrt á bílinn okkar og ökumaðurinn stakk af. Ef til vil kvartaði ég undan því að ég vildi fútt í tilveruna, en nú verð ég að útskýra mál mitt frekar, ég vil ekki svona fútt. Annars missti ég svo að segja af lokapartýi Nordjobbara þar eð ég var á slysamóttökunni í kvöld, rétt kíkti bara í blálokin, virtist ágætisstemmning á staðnum. Enginn grátur og gnístan tanna þar á bænum. Ætli fólk sé ekki bara fegið að losna héðan af glæpaeyjunni?
Á laugardaginn langar mig að fara og fylgjast með gay pride göngunni og við Freyja erum staðráðnar í að mæta á Nasa um kvöldið til að dansa en enginn annar en Páll Óskar er plötusnúður. Hverjir vilja með?

2.8.05

Meme literario

No sé exactamente qué es un meme literario, pero como mi blog no tiene ningúna temática, es perfecto contestarlo, ¿no? Otro problema es que no leo mucho, pero pensando mucho atrás he encontrado unos libros que de las que me acuerdo. Tened en cuenta, no obstante, que no soy muy de literatura.
La autobiografía de Luis Buñuel: No me acuerdo del título, pero sí, que me gustó. La leí en parte para la Universidad, o la empecé por mis clases pero me empezó a gustar. A ver si la leo toda un día...
Gömda de Liza Marklund: Es el primer libro que leía en sueco, y me gustó muchísimo. Ahora mi amiga me ha dejado otro del mismo autor, me da mucha ilusión.
La vida frenética de Kate de no me acuerdo quién (alzheimer de títulos): No está mal para matar el tiempo, pero no vale para otra cosa, bastante malo.
Adrian Mole and the Weapons of Mass Destruction de Sue Townsend: La alegría cuando vi que había publicado un libro nuevo, este autor favorito mío. El libro es divertido, tal vez no igual de bueno como los anteriores de Adrian Mole, pero muy divertido.
Vale, ya se sabe. Soy poco culta...pero me da igual :)

1.8.05

Verslunarmannahelgi í borginni

Svo virðist sem allar helgar hjá mér fari í vitleysu, ég kem mér aldrei að verki, og verslunarmannahelgin í ár var engin undantekingin þrátt fyrir aukadag. Í ár var ég bara heima í Reykjavík, eins og raunar ég hef gert öll ár með einni undantekningu, þegar ég fór á kristilegt mót í Vatnaskógi fyrir löngu síðan. Útihátíðir hafa einhverra hluta ekki náð að lokka mig, veit ekki hvers vegna, en þótt þær hefðu lokkað mig í ár þá hefði buddan bannað, og ég haldið mig heima. En svo að ég hætti þessu blaðri, þá átti ég hina ágætustu helgi og fór m.a.s. út að skemmta mér og hafði mjög gaman af. Ferðinni var heitið í Nordjobbarapartý í fylgd Katrínar, og þaðan í miðbæinn. Yfirleitt læt ég hafa eftir mér stór orð um leiðindi skemmtanalífsins í höfuðborginni en á föstudagskvöldið skemmti ég mér stórvel og það án þess að hafa hitt Gael. Ég fékk samt að tala smávegis spænsku, það kannski bjargaði kveldinu. Kannski enginn þjóðhátíðarstíll á helginni (Jónas, já ég gerði mér grein fyrir því hversu vel þú skemmtir þér, í öll skiptin) en fínt samt.
Satt best að segja er ég samt að komast í krísu varðandi haustið. Ég veit ekkert hvað ég á að gera samhliða ritgerðarskrifum. Kannski þarf ég reyndar að taka eitt eða tvö fög í Háskólanum...það kemur í ljós...en ef ekki þá er haustið algjörlega óskipulagt. Einhverjar hugmyndir?