24.8.03

Ef svo ólíklega vill til að ég eignist einhvern tímann drengbarn hef ég ákveðið nafn þess. Hann mun heita Gael eftir leikaranum Gael García Bernal. Ekki halda að þetta sé skyniákvörðun, nei, ég er búin að prófa nafnið.....Gael pael hael mael sael fael....það er erfitt að finna ljót rím við nafnið. Kannski væri bara líka hægt að nota nafnið á stelpu!?! Annars væri vitanlega best að barnið héti nákvæmlega það sama og leikarinn en slíkt væri erfitt þar sem hann heitir tveimur eftirnöfnum, García og Bernal. Ég er svo óheppin að heita hvorugt (þótt Sigurðardóttir sé reyndar ágætt) og verð því að láta mér nægja að reyna að næla mér í eitt fallegt eftirnafn á barnið. Ætli Andy García væri til í að feðra son minn?