22.9.03

Það er svo oft sem í Velvakanda er aðeins að finna kvörtunarbréf reiðra Íslendinga en stundum kemur fram fugl sem vill koma á framfæri einhverju sem vel var gert. Það ætla ég að gera núna. Hetja dagsins er hann Ómar, fyrirmyndar gítarleikari og söngmaður (=trúbador) sem starfar á ölhúsinu Celtic Cross. Það er ekki nóg með að Ómar spili vel og syngi, áheyrendurnir eru honum allt. Hvort sem þú vilt hlusta á "Undir bláhimni" eða slagara með the Proclaimers er Ómar boðinn og búinn að hjálpa þér. Til að vera leiðinleg í lokin vil ég koma á framfæri ósk um að hann æfi sig í Kim Larsen lögum. Það færir honum eflaust enn fleiri aðdáendur! Heil sé Ómar í upphæðum!