8.1.04

Satt best að segja er ég strax orðin hundleið á háskólanámi þessarar annar. Ástæðan er ekki sú að ég sé búin að lesa yfir mig strax á fyrsta degi, nei, það dytti mér seint í hug. Málið er að ég hef verið í endalausum götum í dag og í gær vegna hreinna og beinna gata í stundatöflu og vegna þess að kennarar mæta ekki. Ég er búin að skoða ALLAR síður sem ég hef og gæti nokkurn tímann haft áhuga á á Internetinu og meira að segja læra smávegis í fagi sem ég er ekki byrjuð í. Hvað á ég að gera næst?? Annars er ég í sumarvinnupælingum. Ég er með starfsferilsrká í vinnslu og ætla að tala við gamla vinnuveitendur til að fá leyfi til að nota nafn þeirra sem meðmælendur. Gömlu vinnuveitendur, ef þið eruð að lesa þetta (ok, ég veit að enginn þeirra les þetta) þá hafið samband! :)