8.10.04

Af baggalutur.is (lásud thid líka baekurnar hans?)

Eðvarð enn og aftur sniðgenginn af Nóbelsakademíunni Eðvarð vinnur nú að bókini „Fjörutíu og tveggja með fyrirtíðaspennu.“„Auðvitað eru þetta viss vonbrigði, en maður tekur því eins og öðru“ sagði Eðvarð Ingólfsson rithöfundur eftir að ljóst var að sænska akademían hefði enn einu sinni gengið fram hjá honum við veitingu bókmenntaverðlauna Nóbels. Margir helstu bókmenntafræðingar heims eru ævareiðir og hefur Hübert Keizler - sem á sínum tíma skrifaði fræga doktorsritgerð um erótíska klifun í bókatitlum Eðvarðs - látið hafa eftir sér að Svíar séu ólæsir plebbbarbarar sem kunni ekki gott að meta. Undir þetta tekur sjálfur konungur Svíþjóðar og segir þetta „svartan blett í sögu akademíunnar“, en hann er langt kominn með „Ástarbréf til Ara“, sem forseti Íslands færði honum að gjöf í nýyfirstaðinni heimsókn sænsku konungshjónanna - og líkar vel.