1.3.06

Útskriftin mikla

Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands um helgina og heimsótti mig margt góðra manna bæði um daginn og eins um kvöldið, sem ég raunar eyddi heima hjá Kjartani, samútskriftarnema mínum. Veisluhöld heppnuðust vel og höfðu ónefndir skiptinemar orð á því að hið annars fremur rólega partý, sem Kjartan hélt, hafi verið SVAKALEGT og góð mynd af því hvað Íslendingar skemmta sér villt. Það er erfitt að dæma um hvað hafi verið besta gjöfin, en þessar koma til greina:
Ástarsögur frá Völlu og Ingu. Ég hlakka sérstaklega til að lesa Heppilegt fórnarlamb og Föðurímyndin.
Allar stelpur verða að eiga Birgittudúkku. Ég er mjög fegin því að hún kemur með viðeigandi skarti. Það hefði verið hræðilegt ef dúkkan hefði komið með óviðeigandi skarti, fólk myndi líta mig hornauga þegar ég geng með hana um miðbæ Reykjavíkur.
Þótt veislan hafi verið að mörgu leyti vel heppnuð, þá voru ekki allir jafnglaðir. Þessi litli strákur varð skíthræddur þegar Kjartan hóf að strippa fyrir veislugesti:
Hann var samt duglegur og fór ekki að gráta. Þessi hörkutól horfðu aftur á móti bara á Kjartan yfirvegaðar og nutu þess að sjá hann hrista bossann framan í gestina, kannski örlítið hneykslaðar.
Veislunni lauk á kristilegum tíma, án alvarlegra óhappa (Mér tókst ekki einu sinni að hella niður, brjóta flösku, gleraugu eða neitt í þeim dúr) og allir voru kátir í lok veislunnar. Takk kærlega fyrir mig!