27.6.06

Letibloggarinn í stuttu máli


Letibloggarar eins og ég nenna ekki að skrifa samfelldan texta. Segi því frá því sem á daga mína hefur drifið í stuttu máli:

- Ég flutti á Tjarnargötuna og er núna með nýja nágranna á borð við Katrínu samstarfskonu og Hlíf og Auði, sem ég reyndar veit ekki alveg hvar eiga heima.
-Nordjobb gekk á Esjuna, ég fór kannski hálfa leið upp. Spurning hvort tími sé kominn á að koma sér í form? Hver vill hreyfa sig með mér?
- Ég tók að mér bráðskemmtilegt skúringarstarf. Hvað er betra en að vakna kl. 6:45 til að tæma rusl og skúra gólf? Ég get ekki beðið eftir því að hætta þarna.
- Framtíðaráformin réðust að einhverju leyti.
- Þessa dagana minä puhun suomea kotissa...eða hvernig sem maður segi það.
- Ég held ég bara hætti að skrifa, þetta er svo leiðinlegt....