18.8.06

Lífið leikur við mig...

...það er engin spurning. Á síðustu dögum hef ég:

- Farið á Nasa á homma- og lesbíuball. Ég er farin að halda að ég sé hommi.
- Verið með Jordi og Carlos í heimsókn.
- Borðað hjónabandssælu á Smárabraut 14. Sú var lystilega vel bökuð.
- Hnerrað og hóstað og hnerrað og hóstað. Bráðum ætla ég að hætta.
- Séð regnboga við Gullfoss og manndrápshver í Hveragerði.
- Þrifið kúk af dyrakarminum heima hjá mér. Hver klínir slíku á annarra manna hús?!?
- Ekki bloggað.
- Keypt skólabækur fyrir eitt fag fyrir 13 þúsund krónur. Séu hin fögin eins þá fer ég á hausinn.
- Tekið til á skrifstofunni fyrir krabbaveislu á menningarnótt.
- Hitt stelpurnar í bekknum.

Hvað með þig?