6.9.06

Heja Norge

Ég er komin heim frá Helsinki og átti ég þar mjög góða daga þökk sé frábærum ferðafélögum, að mörgu leyti spennandi dagskrá og þess hvað borgin er ágæt. Takk Reykjavíkurdeildungar! Við Bjarnheiður erum reyndar ekki enn búnar að ná úr okkur skjálftann eftir að njósnarinn (konan með V-laga rassinn og þykku gleraugun) birtist í morgunmatnum á Hótel Helka og hóf að spyrja samferðamann okkar út í ferðir okkar. Helst til gróft.
Nú erum við að fara til Osló að breiða út fögnuðinn. Á mánudaginn hefst svo alvaran. Sjáumst!