10.10.06

Dásamleg sambúð (iii)

Hann hótaði barsmíðum ef við héldum partý, sagðist áður hafa lamið Spánvera sem bjó hér og hélt partý (rétt er að hann lamdi franskan strák) og sagði Spánverja óþolandi kvikindi sem vaða um og þykjast eiga heiminn. Við þessi ummæli æstist Spánarelskandi hjartað mitt en ég hélt ró minni. Þegar kauði hélt svo áfram og sagðist styðja ETA og vera hrifinn af hryðjuverkaárásum á Spán, átti ég enn erfiðara með mig. Á endanum hugsaði ég með mér að ef við myndum ekki bara drífa okkur heim og hætta að hlusta á manninn yrðu slagsmál og ýtti ég því sambýlingum mínum inn í íbúð og lokaði hurðinni, meðan sá íslenski æpti fyrir utan og lamdi á hurðina, æstur að halda rifrildinu áfram. Mér er hreinlega spurn: Hvað er að fólki? Næst þegar kauði mætir og hefur hótarnir hringi ég á lögguna.