6.12.06

Það lifir, það lifir, það lifir enn

Kannski er þetta blogg að deyja, kannski ekki. Ég bara gat ekki staðist að vekja athygli á því að líklega er nauðsyn þess að styrkja íslensk ungmenni frekar til náms enn meiri en ég gerði mér grein fyrir í upphafi. Við að lesa þessa frétt á mbl.is varð ég ekki aðeins sannfærð um þörf þess að Lánasjóðurinn láni fyrir skólagjöldum í grunnnámi og leiðrétti grunnframfærslu ákveðinna hópa. Ég áttaði mig einnig á því að stór þörf er á því að kenna ungu háskólafólki íslenska tungu:

Sjóðnum vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar.

Ef til vill er réttast að þessum 90 milljónum verði eytt í að kenna landsmönnum móðurmálið. Ég fæ illt í augun af að lesa þetta. Eina sem gæti afsakað þetta er að tilkynninguna hafi skrifað áhugamanneskja um frjálsa þróun íslenskrar tungu. Ég leyfi mér þó að efast um það. Úff, ég gat bara ekki staðist mátið að benda á þetta.