9.5.07

Líf í myndum

Það er augljóst að Margit vinkona mín og ég erum sálufélagar. Áðan ætlaði ég að hringja í hana (og slíkt geri ég ekki sérlega oft), hafði tekið upp símann og fundið númerið hennar þegar hún hringir. Við hugsum líkt þrátt fyrir hálfrar aldar aldursmun. Annars ætla ég fátt að segja annað en að á föstudaginn held ég heim á leið. Á Íslandi mun ég dvelja í tæpa viku og vel má vera að ég nenni að hitta skemmtilegt fólk. Ég geri ráð fyrir að vera með gamla númerið mitt, en það fer þó eftir því hvort ég finn sim-kortið mitt. Svona til að herma aðeins eftir Jónasi ætla ég að deila með lesendum mínum nokkrum myndum úr daglegu lífi. Sjáið bara hvað það er gaman í Kaupmannahöfn.
Við Oliver, Jónas og Skibber héldum til Falster einn sunnudaginn og drukkum kaffi á nokkrum heimilum og borðuðum svo kvöldmat á afar huggulegum veitingastað við þjóðveginn.
Aldrei hef ég fengið jafnógeðslegan mat og þar. Ég er ekki viss hvort var ógirnilegra, fitulöðrandi skinkusnitselið sem strákarnir borðuðu eða ógeðslegi fiskurinn sem ég fékk. Jónas fékk svo vinstúlku sína í heimsókn. Gleðin var mikil það kvöldið eins og sjá má.
Hér eyði ég tímanum alla virka daga. Ægilega huggulegt, finnst ykkur ekki?
Þetta er kirkjan í Elmelunde á Møn en þar í þorpi gistum við Jónas. Ægilega var það huggulegt. Møn er þess utan ægilega falleg, fullt af sætum bæjum og fallegri náttúru.Jónas féll algjörlega fyrir þessu tréi. Þau skrifast á núna. Ég aftur á móti var algjörlega ástfangin af ströndinni sem sést þarna fyrir neðan og við gengum því niður alla hlíðina, ég á spariskónum. Alltaf gott að vera vel búin á ferðalögum.