17.3.08

Takk fyrir mig!

Ég þakka kærlega fyrir skilaboð, símtöl og símtöl með skemmtilegum kveðjum á afmælisdaginn. Sérstakar þakkir fá þeir sem sáu sér fært að mæta í Pólýnesíupartý á Sólvallagötunni. Takk, takk! Til að jafna mig á þeim háa aldri sem ég hef náð og neyslu á tíu ára gamla vodkanum sem var í bollunni á laugardaginn (ég vissi það ekki áður en ég blandaði hana, hélt hann bara svona fimm ára) held ég nú til Suður-Englands í afslöppunarferð. Gleðilega páska gott fólk!