19.12.03
15.12.03
Ég fékk svolítið nýja sýn á lífið eftir að ég datt í mjög áhugaverð Verublöð heima hjá Eddu núna um helgina. Þar las ég nokkrar greinar og skoðaði og tókst jafnvel að eignast minn eftirlætisdálkahöfund í blaðinu, Guðrúnu Guðmundsdóttur (held ég fari rétt með). Hún skrifar um feminískt uppeldi í blaðinu, um dóttur sína sem er þrettán ára og fær ekki að mála sig nema við sérstök tilefni (mömmunni líður hræðilega að horfa á hana í því ástandi), má ekki ganga í G-streng (undirgefni við karlmenn og aðeins leyft ef daman hyggst starfa við súlunudd á Óðal) og ef hún ætlar að horfa á Popptíví, sem hún reyndar fær bara leyfi til í eina klukkustund á dag, verður hún að setja upp feminístagleraugun. Stelpuhróið má samt ráða því sjálf hvort hún reykir. Hún verður jú að fá að taka sjálfstæðar ákvarðanir. En þessi nýja sýn mín snýst um það að ég held að ég sé kannski dálítill feministi. Jú, ég mála mig jú ekki til að uppfylla fegurðarnormin sem þjóðfélagið setur. Ég horfi helst ekki á Popptíví, reyndar bara af því að mér finnst það ekki sérlega skemmtileg og vegna þess að ég er ekki dyggur sjónvarpsaðdáandi. Í þokkabót þá geng ég aldrei í G-strengsbuxum, mér finnst þær afskaplega óþægilegar. Kannski ég ætti að gerast meðleg í Feministafélaginu...kannski ekki, ég fór jú í háreyðingameðferð á leggjum í gær. Það er eflaust ekki vinsælt.
13.12.03
Ösp benti mér á það í kommenti að ef sett er inn www.madrit.blogpot.com í stað blogSPOT.com birtist biblíusíða á skjáinn. Ég prófaði þetta og sé að þetta er rétt og efast ekki um að þetta eru skilaboð frá Guði til mín, hann biður mig um að verða nunna. Ég enda tilvalin í verkið. Annars fór ég að velta fyrir mér hvers vegna síðan heitir madrit...ætli þetta standi fyrir mad rituals? Leyfi ykkur að dæma sjálfum af kynningu síðunnar:
A mega-site of Bible, Christian and religious information & studies; including,
audio and written KJV Bible, Bible helps & tools, churches, Doctrine, links, news,
prayer, prophecy, sermons, spiritual warfare, statistics, and tracts. Features the
Chronological 4 Gospels, Prayer Book, Prophecy Bible, and a photo tour of Israel.
Það er gott hvað mamma mín hugsar vel um litlu dóttur sína. Að áeggjan Sigríðar kallaði ég í mömmu og sýndi henni mynd af Rodrigo, kvaðst hafa kysst hann í gær. Hvað segir mamma: "Oh, hvað þú átt gott!" Mamma hefur trú á litla fuglinum sínum, nokkuð ljóst...en reyndar greinilega ekki mikinn áhuga á ímynduðu ástarlífi hans, hún sagði bara þetta og yfirgaf herbergið.
10.12.03
9.12.03
8.12.03
Nú er tæknin að stríða mér og ég er ekki sátt. Í fyrsta lagi fæ ég ekki email sem mér ættu að berast (nei, ég er ekki að tala um ástarbréf frá ímynduðum vöðvafjöllum) og gsm-síminn minn er eitthvað skrýtinn. Efst í horni skjásins er nefnilega fast litla umslagsmerkið, nokkuð sem ég er heldur betur ósátt við. Ekki nóg með það, þá fékk ég líka skilaboð frá Rosu spænsku, sem væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að inn í skilaboðin fléttuðust íslenskar setningar, nokkuð sem ég hafði vistað í "outboxinu" mínu. Ég held ég hafi ekki sent Rosu þetta þar sem stúlkan talar ekki orð í íslensku og þetta var samhengislaust í skilaboðunum. Þetta er meira en lítið dularfullt. Síminn minn hefur þróað eigin vilja, svo að engan ætti að undra þótt hann fái ástarjátningar frá mér í smsi eða símtöl með hatursorðum. Annars vil ég mæla með myndinni Love Actually sem meðal annars er sýnd í Háskólabíói. Ég sá hana í gær og var mjög hrifin. Reyndar verð að bæta því við að Páll Heimisson var alls ekki hrifinn og Elías ekki heldur neitt sérlega kátur með myndina en allir ekki-töffarar ættu að elska þessa mynd. Það langbesta við myndina er samt eiginlega krakkinn OG maðurinn sem leikur Karl, gasalega myndarlegur náungi með suðrænt útlit og roooosalega flottan líkama.
Fúff, ég er aldeilis löt þessa dagana. Það er bara ekkert svo gaman að lesa þessar smásögur frá Rómönsku Ameríku, hreint ekki. Annars á ég núna bara tvö próf eftir, fór í eitt í morgun, fer í annað á morgun og svo á mánudaginn í næstu viku. Það verður ágætt að klára þetta en ég get svo sem ekki kvartað yfir því að hafa drepið mig með vinnu í prófatörninni...engu að síður er ég hugmyndasnauð og sleppi því, held ég, bara að blogga.
5.12.03
Ég ákvað að vera staðföst og fara ekkert á skyndibúllu í gær. Í staðinn fórum við Páll og Jónas Magnússon og átum heima hjá Freyju. Ég mæli með slíku. Húsnæði Freyju er hreinna en allflestir skyndibitastaðir (ég kannaði sérstaklega ástand þrifa á gólfi, Jónína fær tíu í einkunn) og maturinn var talsvert betri. Reyndar virðist sem loftið sé þurrt eða ef til vill tókst einhverjum að kýla mig án þess að ég tæki eftir því þar sem ekki leið á löngu þar til ég lá í blóði mínu (fyrir nákvæmar antidramadrottningar: blóðdropar skvettust á bol minn) og eflaust verð ég ekki söm. Þakka engu að síður Freyju fyrir frábærar móttökur.
Annars er það helst að frétta að ég var að koma úr prófi og þjáist af handleggjaverkjum. Bölvaður ávani þetta með að þurfa alltaf að svara prófum með penna. Ég er ekki alls kostar hrifin af því og gerði því prófið bara tvisvar, fyrst með blýanti og svo ofan í með penna og strokaði út. Held það hafi verið útstrokið sem reyndi svona á. Þetta blessaða ítölskupróf gekk reyndar bara vel. Plan sem ég hafði sett mér fyrir annað ítölskupróf fyrr í vetur gekk upp í þetta skiptið, alveg óvart. FYYYYYNNNNNDDDIIIIIIÐÐÐÐÐÐ.....
2.12.03
Ef ég gerði könnun á hvaða orð kemur oftast fyrir sem fyrsta orðið í bloggfærslunum mínum þá er ég viss um að "jæja" er vinsælast. Áhugavert, ekki satt? Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort ég sé hæf til þess að fara út að borða á fínum veitingastöðum og yfirleitt komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Á Þremur Frökkum um daginn með Finnunum stundaði ég það að bjóða fólki bita af hvalkjötinu mínu, jafnvel fólki sem sat á næsta borði. Þar fyrir utan krumpa ég alltaf servíettuna mína, helli gjarnan niður, sulla á mig og næstu menn og ber enga virðingu fyrir elegansinum satt best að segja. Ég held ég haldi mig bara heima...a.m.k. frá öllum matsölustöðum með þjónustu á næstunni.
1.12.03
Jæja, nú er þessi leiðinlegi mánudagur búinn. Var í prófi í morgun sem var fremur leiðinlegt, svo leiðinlegt raunar að ég pikkaði bara við eitthvað, þrusaði út úr mér einhverju ömurlega leiðinlegu bréfi og skilaði prófinu. Kennarinn var reyndar ekki inni í stofunni, það er fyndið en þessi kennari fer alltaf fram í prófum. Hver og einn gæti svindlað að vild. Ekki hafði ég áhuga enda mikill andstæðingur svindls eftir svindlið á kristinsöguprófinu á sínum tíma. Eftir prófið tók svo við undirbúningur fyrir fyrirlestur um Júróvisjón sem við héldum svo klukkan 17.15. Ekki neitt sérlega vel heppnað en alls ekkert leiðinlegt. Bíð núna eftir að pabbi sæki mig... held hann elski mig ekki lengur!
27.11.03
Annars gleymdi ég að birta þakkarlistann minn. Svo er nefnilega mál með vexti að vinnu við annað verkefnið mitt er lokið. Ég kláraði að prenta út Orðabókarverkefni Eddu-Miðlunar, margumtalað btw, í morgun. Þar af leiðandi vil ég þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð af ýmsu tagi:
Anna fyrir óþreytandi málfræðihjálp og dönskuþýðingar, Sigurður fyrir lán á tölvu og góða aðstöðu, Þjóðarbókhlöðunni fyrir aðgang að skemmtilegum orðabókum, Eddu fyrir lán á orðabók, Freyju fyrir sérfræðikunnáttu, Sergio (held ég að hann heiti) fyrir axlaböndin/brjóstahaldaraböndin, Rosu fyrir tengiliðavinnu og ábendingar og Natalíu hjá RENFE fyrir sérfræðiaðstoð. TAKK, TAKK!
Að auki vil ég þakka Eddu, Jónasi, Sigríði og Elíasi fyrir að þola málæði mitt í gær. Ég var algjörlega óstöðvandi!
Jæja, nú held ég að tími Almna sé kominn. Ekki hefur eigendum nafnsins aðeins fjölgað talsvert á síðustu árum, heldur hefur afrekunum fjölgað í samræmi, eða jafnvel út úr hófi. Nú má vera að einhver hugsi: ,,En ég man ekki eftir neinum frægum Ölmum, enginn stjórnmálamaður, enginn leikari...iss ekki einu sinni neinn í Nemendaráði í grunnskólanum mínum". Ég þagga niður í slíku þegar ég bendi á forsíðu nýjasta tölublaðs gæðaritsins Séð og heyrt. Þar framan á er Idol-stjarnan (sem hefði átt að komast áfram) Alma Rut með ástmanni sínum. Kallið þið það ekki að vera fræg? Ég held að þetta sé bara fyrsta skrefið í rétta átt. Við erum komnar til að vera. Þess eflaust ekki langt að bíða ég komi mér í stjórnmálin.
24.11.03
OJOJOJ hvað það er kalt! Ég held að rasskinnarnar á mér séu frosnar saman. Ég hefði haldið að skíturinn djúpi sem hylur stóran hluta af mér myndi verma mig eitthvað upp. Ástæða þessa djúpa skíts er sú að ég á eftir að ljúka heilum helling af verkefnum fyrir fimmtudag! Í kvöld þarf ég að reyna að klára blessaða málfræðiverkefnið mitt, sem reyndar er mögulegt að takist þótt illa verði og svo þarf ég að draga fram úr erminni einu stykki orðabókarverkefni og tíu blaðsíðna bókmenntaritgerð. Hafa ekki allir trú á mér? Helgin var annars allsvakaleg, einum of svakaleg ef ég á að segja eins og er. Ég ákvað að elda með Palla og Jónasi á laugardaginn og við auðvitað enduðum á því að fara út í bæ. Þar hittum við Sigrúnu Þöll, Eddu og Elías sem voru góður félagsskapur allt þar til heim var haldið KLUKKAN SJÖ!!!!!!! Hvað er að mér? Ég þarf á hjálp að halda. Ætli til sé Anonymous Djammoholics?
19.11.03
Jesús minn hvað ég er löt...ég nenni ekki að lyfta litla fingri. Verkefnin mín ganga ekki alveg nógu vel, ég er reyndar mjög langt komin með málfræðina, það sem ég gat, en stutt komin með orðabókaverkefnið og ekki byrjuð á bókmenntaritgerðinni. HVAÐ GERÐIST MEÐ MIG???? Ég sem var einu sinni dugleg samviskusöm menntaskólastúlka hef breyst í þreyttan ungling sem nennir engu nema að hanga á kaffihúsum og sötra kók. Eigið þið ráð?
15.11.03
"Æææææ" var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég hreyfði mig í rúminu í morgun. Bakið á mér er helaumt eftir ríðingar gærdagsins. Við Leiri frá Laxnesi áttum nefnilega góða stund í morgunsárið og hann skilaði mér hálfdofinni í klofi, brjóstum og baki. Annars var gærdagurinn einstaklega atburðaríkur. Vitanlega átti ég skemmtilega stund í skólanum svo ekki sé minnst á vinnuna en einhverra hluta vegna þá þótti mér partýið í Norræna félaginu bera af. Þangað komu billjón Finnar og Danir og svo nokkrir Íslendingar og ég held að flestir hafi skemmt sér bærilega. Eftir partýið fórum við svo í Þjóðleikhúskjallarann á heimspekideildardjamm sem var ágætlega heppnað. Þar var dansað út í nóttina og sumir djúsuðu. Einstaklega skrítið kvöld engu að síður.........fúff........
11.11.03
Úff, ég held að glæstir dagar afreka í Trivial Pursuit séu löngu, löngu liðnir. Að undanförnu geri ég ekki annað en að tapa. Nú síðast fyrir mömmu og Siggu systur. Og ég tapaði ekki bara heldur var ég höfð að háð og spotti, þá aðallega af mömmu (þó svo að Sigga væri eiginlega að vinna). Mamma hló að mér og hneykslaðist á fávisku dóttur sinnar og hálfhló og spurði: “Ertu EKKI komin með köku? Kemur reyndar ekki á óvart, þú veist ekki neitt.” Gaman hvað fjölskyldan veitir mér mikinn og góðan stuðning. Annars er kannski ekki furða að illa gangi í heilanotkunarspilum. Heilinn er jú ekki í mjög stífri notkun. Ég læri ekkert. Mínar ær og kýr eru bara að fara út að dansa! Úff, úff!
10.11.03
Sem stendur er ég að fara í gegnum einhvers konar leiðindatímabil í geðdagatali mínu og finnst því fremur leiðinleg dagskráin hjá mér. Í dag var hún reyndar geysifull af áhugaverðum hlutum; fremur leiðinlegum málnotkunartíma klukkan átta (það á að banna að láta fólk mæta svona snemma í skólann til að tala!!! ég mun ekki hætta að impra á því), sýningu á La Colmena klukkan tíu, sem btw er mynd gerð eftir bók sem ég las fyrir bókmenntakúrsinn úti í Madrid...man einhver eftir kvörtunum mínum?.....Ég fór svo í ítölskutíma þrátt fyrir áform mín um að skrópa...kennarinn nefnilega gekk fram hjá mér og brosti og sagði "Ciao Alma" þegar ég var að læðast út úr aðalbyggingunni að ég hafði ekki geð í mér að mæta ekki. Konan sem átti að kenna mér í tímanum klukkan eitt var ekki mætt korteri síðar svo að við Palli ákváðum að fara á Alþjóðaskrifstofuna og spyrjast fyrir um Erasmusskipti. Þar var konan bara á Palla máli, sagði Bologna eflaust besta kostinn fyrir okkur.....grrr...mér reyndar líst ekkert illa á það, verður samt að koma í ljós. Svo var það bara beint í vinnuna....hingað til allt fremur leiðinlegt en það gerðist eitt fyndið. Við vinur minn, sem er níu ára, sáum Davíð Oddsson, ég benti pilti á fræga manninn sem var fyrir framan okkur eins og eðlilegt er. Byrjar þá piltur ekki að kalla á Davíð......"Hæ!" "Ertu ekki Davíð Oddsson?" Davíð heilsaði á móti og játti því. "Þú ert oft í sjónvarpinu, er það ekki?" "Jú stundum" svaraði Davíð á móti og áttu þeir þarna smá samtal á köllum meðan ég reyndi að benda barninu á að hætta að tala við Davíð enda einstaklega óþægilegt fyrir skuggakonu eins og mig. Davíð á samt hrós skilið fyrir að svara piltinum, heilsa og veifa honum að endingu, þrátt fyrir að hafa augljóslega verið að flýta sér. Þetta var svolítið skemmtilegt tilvik í dag. Líka gaman að stelpu sem var að tala mjööög hátt í gemsann sinn í strætó, að reyna að ráðleggja vinkonu sinni sem eflaust var í ástarsorg. Ég lærði sko mikið og vona að ég lendi bráðum í ástarsorg til að geta nýtt ráð þessa tánings.
9.11.03
Jæja, enn ein helgin langt komin þótt ekki hafi hún verið neitt sérstaklega viðburðarrík. Á föstudagskvöld átum við reyndar saman heima hjá mér nokkrir vinir og horfðum á upptöku af Idol, sem vissulega var nokkuð gaman, auk þess sem hluti hópsins; Edda, Jónas, Elías og svo bættist Palli við, fór út að dansa. Fremur hressandi, en ekki eins gaman í morgun þegar ég þurfti að fara í vinnuna. Ég var svo ægilega þreytt og utan við mig að einn kúnninn sagði mig vera í öðrum heimi, sjöunda himni og spurði hvort ég væri ástfangin. Tókst samt að halda kassanum á núlli sem mér finnst árangur út af fyrir sig eftir jafnlítinn svefn og ég fékk. Annars er ég núna að leka út af sökum þreytu og er í þokkabót banhungruð. Væri einhver dyggur lesandi bloggs míns (líklega margir sem lesa það klukkan hálffjögur á laugardagsnóttum) til í að koma með eitthvað að borða handa mér? Takk, sjáumst!
Hah, ákvað að bæta aðeins við þetta. Fór að rifja upp fund minn við gamlan bekkjarbróður og mundi þá eftir óhemjufyndnu atviki sem átti sér stað rétt fyrir heimför á föstudaginn. Elías, Jónas og ég stóðum sem sé eftir á Lækjartorgi eftir að hafa spjallað við Frey og Diddu (vona að ég fari rétt með nöfn) og vorum að leggja af stað til baka, þegar Jónas fór einhverra hluta vegna að syngja Nínulagið. Það var svo sem ekkert sniðugt við það, hið fyndna var SAUÐdrukkna lágmark þrjátíu ára gamla konan sem tók að syngja með Jónasi með miklum tilþrifum og gott ef ekki faðmaði hann að skilnaði. Sú söng sko illa! Veit ekki hvað Bubbi hefði sagt við hana! Kannski getað fantaserað eitthvað í Sister Act style....aldrei að vita.
6.11.03
Eitt mjög merkilegt gerðist fyrir mig í morgun, kannski lýsir því hversu snautt af tilbreytingum líf mitt er um þessar mundir. Ég fékk nefnilega sms frá Tyrklandi!!!!! Jahá, þetta var ekkert sérlega merkilegt sms, bara eitthvert júróvisjónbull, en mér finnst bara svo ótrúlega flott að fá sms frá svona fjarlægu landi! Geysiáhugaverðir atburðir virðast fylgja mér í dag, nokkru síðar er ég að ganga upp Bankastrætið og geng fram hjá hinum frábæra Megasi. Ekki jafnflottur samt og næsti maður sem gekk fram hjá, Páll Óskar. Ég var að hugsa um að þakka honum kærlega fyrir júróvisjónlögin þrjú sem hann spilaði um helgina en var of feimin og hef það heldur ekki í mér að ónæða frægt fólk í frítíma þess. Ónáða bara vini mína. Jæja, ég held ég hætti þessari leti og fari að læra fyrir viðskiptaspænskupróf áður en ég fer að horfa á Tre uomini e una gamba (vona að þetta sé rétt skrifað...). Ciao!
Nú er illt í efni. Einhver óvæginn hefur skvett skyri fyrir framan Háskóla Íslands í morgun. Má vera að Helgi Hós sé kominn á ferð á ný en greinilega undir nýjum formerkjum, farinn að mótmæla íslensku menntakerfi, skólagjöldum eða lélegri þjónustu á Deli OG farinn að nota bláberjaskyr. Gaman að allri jákvæðri þróun, ekki satt? Annars vildi ég nota tækifærið og óska Elsu minni til hamingju með 16 ára afmælið. Ég reyndar hitti stöllu í strætó í morgun og gaf henni þá afmælisgjöf að kyssa hana ekki til hamingju (morgunandfýla) en ætla að hitta hana á eftir og leyfa henni að velja sér gjöf. Einhverjar hugmyndir?
5.11.03
Í gær héldum við annað nordklúbbskvöldið, sem tókst með ágætum. Á dagskrá kvöldsins var survivorleikur, eitthvað sem við vissum eiginlega ekkert hvernig ætti að vera. Við enduðum því bara á að fara í leikjakeppni, keppa í dansi, sjómann, uppröðun og svo var líka spurningakeppni. Drösull, lið skipað Páli, Elíasi, Lindu, Gyðu, Sigurrós og fleirum sigraði keppni kvöldsins. Til hamingju, Drösull! Meiri aumingjarnir í Lappaliðinu. :) Úff.....held ég hætti að blogga...þetta er leiðinlegasta blogg áratugarins.
4.11.03
Edda fær mínar bestu þakkir fyrir dugnað í dansi á föstudags- og laugardagskvöld. Annars voru kvöldin ágæt. Á föstudag drakk Páll sig sauðdrukkinn ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Þöll og þau máluðu bæinn rauðan og týndu okkur Eddu. Við Edda létum það ekki á okkur fá, héldum dansi okkar ótrauðum áfram á Felix þar sem margan skrítinn manninn var að finna, Óli bróðir dæmi sem aldrei klikkar. Þar dönsuðum við fram á rauða nótt (ýkjur, Edda þurfti að vakna klukkan hálfníu þannig að ég plataði hana bara svona einn aukaklukkutíma) og fórum heim með bros á vör.
Eftir áhugavert grænmetisætumatarboð á laugardaginn, sem var alþjóðlegur VEGAN-dagur, fórum við aftur út að dansa en í breyttu hópsniði. Með í för voru Sigríður, Edda, Kristín Rut og Jónas Magnússon. Við fórum á Nasa þar sem Páll nokkur Óskar þeytti skífur mér til mikillar ánægju. Um það bil 95% af lögunum sem hann spilaði voru mjög vel danshæf og í skemmtilegri kantinum. Við vorum ekki einu kátu kúnnarnir það kvöldið, skyrtuklædd ljóska á rúmlega miðjum aldri naut sín í botn, reyndi við alla ungu mennina (held hennar mark hafi verið að þeir væru lágmark helmingi yngri en hún) og stökk upp á svið og söng í míkrafón (=bjórflaska) við lagið “I Will Survive”. Afskaplega skemmtileg sviðsframkoma hjá stöllu. Við báðum Pál að sjálfsögðu um eurovisionóskalög en vorum á útleið, fremur svekkt yfir að hafa ekki fengið að heyra júrópoppið okkar, þegar lagið hennar Selmu Björns fór að hljóma og við (nema Edda, fyrirgefðu peddið mitt) hlupum út á dansgólfið og dönsuðum við júrósyrpuna sem Palli verðlaunaði okkur með. ROOOOOSAGAMAN! Ég ætti kannski að fara leið sveitamanna og telja upp fólk sem ég hitti þessi tvö kvöld....nahh...vil samt nefna Svíann sem ég mætti í Bankastrætinu klæddum upp sem Madonnu, mjög hórulegum. Hann fær mitt hrós fyrir búning kvöldsins! Svo sá ég líka rassapönka!
Jæja, loksins ætla ég að efna til keppni á bloggsíðunni minni. Að sjálfsögðu verða glæsileg verðlaun í boði. Keppnin snýst um að giska á réttan mann, og vísbendingarnar sem þið fáið eru orð hans. HVER ER MAÐURINN?
"Hommar eru bara kvenmenn."
"Edda, þér finnst gott þegar ég táldreg þig"
Svör óskast í kommentakerfið!
2.11.03
27.10.03
26.10.03
Fúff, dagurinn í dag er ekki góð byrjun á viku sem á eftir að vera slæm. Það eru meira að segja öldur á tjörninni. Þetta hefur verið skítsæmileg helgi engu að síður. Ég þurfti reyndar að vinna í vínbúðinni dásamlegu í Kringlunni, ákaflega leiðinlegt en þarft verk. Föstudagurinn var dásamlegur í einu orði sagt. Það er ekki öðruvísi hægt að lýsa degi sem maður nýtir í að fara í fjölskylduboð með föðurættinni. Hún er svo sem ágæt en ég á bara lítið sameiginlegt með henni og þekki eiginlega engan. Ég man ekki einu sinni nöfnin á yngstu börnunum í fjölskyldunni.
Annars átti ég ágætislaugardagskvöld. Við Palli og Jónas elduðum heima hjá Jónasi (þetta þýðir reyndar að ég bjó til "leim" eftirrétt og strákarnir sáu um allt annað) og svo komu einhverjir austanmenn í heimsókn. Aldeilisgaman hreint út sagt en langdvölin í miðbæ Reykjavíkurborgar olli talsverðri svefnþörf á sunnudagsmorgun. Ég held að ég verði bara að taka góðu boði Freyju, sem hyggst bjóða mér með sér á Reykjalund í janúar. TAKK FREYJA!
23.10.03
Lífið er orðið eitthvað svo leiðinlegt að undanförnu en dagurinn í gær slapp reyndar. Morgninum eyddi ég reyndar í lærdóm þar sem ég þurfti víst að fara í ítölskupróf í hádeginu. Það var fremur létt, sem betur fer! Sjáum samt hvernig gengur! Eftir internettripp ákvað ég að kíkja á Þjóðarbókhlöðuna en hætti skyndilega við þegar ég mætti Jónasi elskulegum í innganginum og bauð mér með honum að gera eitthvað annað en að læra. Við héngum á kaffihúsi og skoðuðum idolblöð og Séð og heyrt. Í sorpriti því var verið að ræða um myndlistarsýningu Sævars nokkurs Cicelski og ákváðum við því að kíkja á hana. Hreint út sagt hin ágætasta sýning. Ég eyddi svo kvöldinu með Sverri, við fórum í keilu, og svo fór ég í heimsókn til stórusystur hans og kisulóranna. Allt mjög gaman en leiðinlegra í kennslustundinni í morgun þar sem ég hafði ekki lesið vel. Ég er hræðilega mikið eftir á með allt núna. :(
22.10.03
Jæja, ég ætti kannski að skrifa um hvað ég gerði á mánudagskvöldið en þess er ekki þörf, dyggir blogglesendur eru löngu búnir að lesa um það á bloggi Páls og Jónasar (sjá linka hér til hliðar). Annars veit ég ekki hvað er í gangi hjá mér. Ég er að deyja úr einhverju eirðarleysi. Mér hreinlega leiðist, það vantar fútt í tilveruna. Samt sem áður hef ég nú alveg nóg að gera, próf, ritgerðir og fyrirlestrar bíða í hrönnum og fullt af verkefnum sem ég þarf að vinna upp. Reyndar var ég í ítölskuprófi áðan og það gekk bara nokkuð vel. Ástæðan er samt ekki sú að ég hafi verið svona vel lærð, nei þetta var bara skítlétt próf og afar stutt. Hefði hentað fullkomlega til ráðabruggsins míns en nei, sumum hlutum er ekki ætlað að verða. Æi, nú er ég bara farin að tala inn í mig...best ég hætti. Vil samt skamma ykkur fyrir að NOTA EKKI NÝJA FÍNA ATHUGASEMDAKERFIÐ!!!!!!!
20.10.03
17.10.03
Fúff, ég held að quizilla.com hafi aldrei verið jafnnálægt sannleikanum.....................................................................
My inner child is ten years old!
The adult world is pretty irrelevant to me. Whether
I'm off on my bicycle (or pony) exploring, lost
in a good book, or giggling with my best
friend, I live in a world apart, one full of
adventure and wonder and other stuff adults
don't understand.
How Old is Your Inner Child?
brought to you by Quizilla
15.10.03
13.10.03
You are Lust. Every part of you screams "Do me now!"
You exude sexuality and while others sometimes
view you as a slut, you see yourself as only
giving into your base desires.
What Emotion Are You?
brought to you by Quizilla
Þegar ég var lítil stundaði ég persónunjósnir án þess að einu sinni hika við það og aldrei fékk ég samviskubit. Ég (að sjálfsögðu í samvinnu við aðra en ég ætla bara að eyðileggja eigið mannorð að þessu sinni) fletti öllum poppstjörnunum sem ég dáðist að upp í þjóðskránni (og það var sko fyrir daga Netsins, maður hafði sambönd!) og auðvitað símaskránni, lærði afmælisdagana þeirra utan að og vissi allt um þeirra fjölskylduhagi. Auðvitað fórum við líka nokkra túra að skoða húsin sem þessar stjörnur bjuggu í og fengum talsvert adrenalínkikk út úr því. Eftir að ég komst til örlítið meira vits og talsvert fleiri ára hætti ég þessu, sem betur fer en núna er ég eiginlega byrjuð aftur á persónunjósnum bara á annan hátt. Já, bloggsíður og heimasíður eru nýr vettvangur fyrir fyrrum ungnjósnara. Valla vinkona hefur einmitt nefnt þetta sama, maður byrjar að skoða síðu hjá einhverjum sem maður þekkir og veltist svo inn á blogg hjá fólki sem maður ýmist þekkir alls ekki eða kannast bara pínulítið við og viti menn, tuttugu mínútum seinna er ég orðin fróð um fjölskyldulíf Jóns og Gunnu, síðasta fyllerí og búin að skoða myndir úr Parísartúrnum. Er þetta ekki pínulítið sick?
10.10.03
Vááá, ég held að það sé einhver komin með svona háráætlun um mig eins þá sem við gerðum á Álandseyjum (að rífa illa gerðar fléttur úr finnskri stúlku, klippa hárríka konu og greiða flóknum Dana)....það eru svona áttahundruð manns búnir að ganga fram hjá mér hér í tölvuverinu og færa taglið mitt úr stað!
29.9.03
Jaeja, nu er eg komin til Finnlands og hvad er thad fyrsta sem eg geri i Helsinki? Fer a Internetkaffihus....sorglegt en astaedan er reyndar su ad eg thurfti ad kanna stodu a reikningnum minum. Thad var rooooosagaman i Stokkholmi. Vid gistum a hosteli sem er stadsett i bati i hofninni, mjog fint. Vid hittum svo Jonas unga og Jónas Íslendingur hitti Heidu vinkonu sína. Thad var ósköp gaman ad vera med theim, vid forum i gonguferd um baeinn og svo ut um kvoldid. Fyrir valinu vard "Kicki´s", afskaplega ahugaverdur stadur thad sem finna matti sittlitid af hverju, fjarhaettuspil, trubador/hljomsveit, danstonlist og STRIPP!!!!! Mer leid halfilla ad horfa a thad, skammadist min bara. Vid tokum svo batinn yfir a sunnudagseftirmiddag. Freyja og Jónas Íslendingur pontudu fyrir okkur i hladbordi um kvoldid og vid forum svo nidur (ja nidur er sko retta ordid, vid vorum ekki bara undir bilunum, vid vorum undir dyrunum!!!!!) ad leggja okkur. Ekki vildi betur til en svo ad vid svafum yfir okkur, voknudum tuttugu minutum eftir thann tima sem okkur var gefinn i hladbordinu og rukum oll upp a gallabuxum og bol og med uldid fes ad borda asamt veisluklaeddum matargestum. Segid svo ad Islendingar kunni sig ekki! :)
22.9.03
Það er svo oft sem í Velvakanda er aðeins að finna kvörtunarbréf reiðra Íslendinga en stundum kemur fram fugl sem vill koma á framfæri einhverju sem vel var gert. Það ætla ég að gera núna. Hetja dagsins er hann Ómar, fyrirmyndar gítarleikari og söngmaður (=trúbador) sem starfar á ölhúsinu Celtic Cross. Það er ekki nóg með að Ómar spili vel og syngi, áheyrendurnir eru honum allt. Hvort sem þú vilt hlusta á "Undir bláhimni" eða slagara með the Proclaimers er Ómar boðinn og búinn að hjálpa þér. Til að vera leiðinleg í lokin vil ég koma á framfæri ósk um að hann æfi sig í Kim Larsen lögum. Það færir honum eflaust enn fleiri aðdáendur! Heil sé Ómar í upphæðum!
17.9.03
Ég held að öllum háskólanemum sé hollt að skella sér á tungumálanámskeið í hádeginu. Hvar annars staðar (á þessu skeri) er hægt að finna jafnfjölþjóðlega hópa og breiðan aldurshóp? Í mínum "italiansk for begyndere" hópi er yngsti nemandinn nítján ára en sá elsti sjötíu og sex ára (held ég), þar er fólk frá nokkrum heimsálfum, flestum hornum Evrópu, Suður-Ameríku, Asíu....kannski fleirum. Annars er skemmtun mín í tímum á heldur lágu plani. Ég hlæ að kennaranum. Já, ég hlæ að framburði kennarans á nöfnum nemendanna. Þetta er að sjálfsögðu grimmilegt gagnvart þessari annars indælu konu sem leggur á sig að reyna að muna hvað nemendur hennar heita en það er bara svon fyndið þegar hún kallar Eddu Heddu, Ölmu Hölmu (hún er samt, held ég, búin að læra núna), Hebu Hebbbu og Þórhildi Torgerdi. Ljótur húmor en heldur mér kátri í tímum! :)
30.8.03
Jæja, enn er allt í óreiðu, ekki beint draumaástandið mitt. Ég veit ekki enn þá með fullvissu hvaða námskeið ég mun sækja á haustönn, hundfúlt. Ég get ekki búið mig andlega undir tímana. :) Í dag var reyndar kynningarfundur uppi í Háskóla, fyrst fyrir Heimspekideild og svo skor rómanskra og klassískra mála og svoooo spænskuna. Þar voru ekki mjög margir en samt ágætt. Þrír kennarar kynntu sig fyrir okkur, ein íslensk kona og tveir Spánverjar. Ég veit reyndar ekki alveg hvort eða hvað þetta fólk á eftir að kenna mér en eflaust kemur það í ljós fyrr eða síðar. Vonandi ganga hlutirnir ekki á spænskum hraða í deildinni.
26.8.03
You're Cate Blanchett....you can be a great person
and have the ability to do many things at once
you're loved by your friends and family...
What actress are you?
brought to you by Quizilla
24.8.03
Ef svo ólíklega vill til að ég eignist einhvern tímann drengbarn hef ég ákveðið nafn þess. Hann mun heita Gael eftir leikaranum Gael García Bernal. Ekki halda að þetta sé skyniákvörðun, nei, ég er búin að prófa nafnið.....Gael pael hael mael sael fael....það er erfitt að finna ljót rím við nafnið. Kannski væri bara líka hægt að nota nafnið á stelpu!?! Annars væri vitanlega best að barnið héti nákvæmlega það sama og leikarinn en slíkt væri erfitt þar sem hann heitir tveimur eftirnöfnum, García og Bernal. Ég er svo óheppin að heita hvorugt (þótt Sigurðardóttir sé reyndar ágætt) og verð því að láta mér nægja að reyna að næla mér í eitt fallegt eftirnafn á barnið. Ætli Andy García væri til í að feðra son minn?
20.8.03
Jæja, sökum fjölmargra hvatningarorða hef ég ákveðið að lífga við bloggið mitt hinum geysimörgu lesendum þess til mikillar (eða blandinnar) ánægju.
Í dag eignaðist ég dóttur á Indlandi. Reyndar ætti ég ekki að tala í fyrstu persónu þar sem foreldrarnir eru tveir, Sigga systir og ég. Styrktarbarnið okkar er Bellamkunda, tíu ára, sem á sér þann draum heitastan að verða læknir þegar hún vex úr grasi. Uppáhaldsliturinn hennar er rauður og hennar helsta áhugamál að leika sér.
Annars var ég í leiðindum mínum að skoða dagatal frá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga sem olli vangaveltum hjá mér um hjálparstarf. Hvernig ætli best sé að standa að slíku? Það sem olli dálítilli hneykslun minni voru upplýsingar á umræddu dagatali. Sagt var frá hinum ýmsu þjóðflokkum Afríku og hvernig starf félagsins gengi þar, að sumir væru nánast kristnaðir en aðrir ættu enn langt í land. Það er ég viss um að íslenskir kristniboðar hafa gert mjög góða hluti í fátækum ríkjum Afríku en væri ekki nær að hjálpa þessu fólki með fræðslu eða þjálfun í störfum eða öðru í stað þess að leggja aðaláhersluna á að fræða um líf Jesú Krists? Hefur þetta fólk ekki rétt á að halda áfram að stunda trú sína? Samkvæmt upplýsingum um Bellamkonda, er hún hindúatrúar og fær að halda þeirri trú sem hún vill þótt einhver fræðsla sé um kristni í skólanum. Gott mál það sýnist mér!
25.5.03
Thu ert Yes Dear! Lif thitt er oahugavert og
leidinlegt, thu segir omurlega brandara og
enginn hefur longun til ad vera nalaegt
ther...thess vegna attu enga vini.
hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla ---- Ég veit ekki einu sinni hvada tháttur thetta er.....en svona er madur prófaódur í prófunum! HaHAHAHAHA
19.5.03
The Dante's Inferno Test has banished you to the Second Level of Hell!
Here is how you matched up against all the levels:
Take the Dante's Inferno Hell Test
Here is how you matched up against all the levels:
Level | Score |
---|---|
Purgatory (Repenting Believers) | Low |
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers) | Low |
Level 2 (Lustful) | High |
Level 3 (Gluttonous) | Low |
Level 4 (Prodigal and Avaricious) | Low |
Level 5 (Wrathful and Gloomy) | Low |
Level 6 - The City of Dis (Heretics) | Very Low |
Level 7 (Violent) | Moderate |
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers) | Moderate |
Level 9 - Cocytus (Treacherous) | Low |
Take the Dante's Inferno Hell Test
10.5.03
Thad voru kosningar á #eurosong í kvold og nidurstodurnar aldeilis gódar. Ég aetla ad leyfa ykkur hinum ad njóta:
ísrael 5 *
malta 8 *
úkraína 9 *
kýpur 20 *
írland 23 *
austurríki 24 *
pólland 26 *
svíthjód 28 *
eistland 30 *
bretland 32 *
grikkland 32 *
holland 47 *
slóvenía 48 *
króatía 50 *
thýskaland 50 *
portúgal 53 *
rúmenía 54 *
noregur 90 *
belgía 93 *
rússland 93 *
lettland 98 *
tyrkland 116 *
ísland 136 *
frakkland 156 *
spánn 197
9.5.03
Jaeja, ég er ad hugsa um ad tala um reidi mína. Eftir tvo og hálfan tíma af heimspeki í dag (einn aukatími sem lengdist í annan endann) er ég ekki farin ad hugsa eins og skynsom vera sem heldur "heimspekilegri ró sinni" (thetta er haegt ad segja á spaensku, líka á íslensku?). Nei, ég kom út úr háskólabyggingunni pirrud. Ástaedan var einfold. Fronsk stúlka í bekknum mínum sem ég veit ekki hvad heitir en gengur undir nafninu límthjófurinn (smá svona Gugga-í-sandkassanum-daemi hér) eftir ad hafa ekki skilad mikkamúslímstiftinu mínu, spurdi hvort hún maetti ljósrita glósur úr sídasta landafraeditíma. Ad sjálfsogdu mátti hún thad, einn tími en nei. Haldid thid ekki ad stúlkan hafi ljósritad (medan ég beid) allar helv.. landafraediglósurnar sem ég átti?!?! Til hvers er ég ad druslast til ad maeta í tíma? Fyrir mig eda fyrir allt thetta fólk sem bidur veikgedja fiskinn (sem ekki kann ad segja nei) um glósur? Mér er spurn!
6.5.03
U will never make it as a diva! Go back to the day
job!
Which music diva are you?
brought to you by Quizilla
5.5.03
30.4.03
You belong with the gang in Just Shoot Me! Living
out your job in the office is a fun-filled part
of your day that you'd never give up. And with
all the great people there, who could blame
you?
What comedy show should you be starring in?
brought to you by Quizilla
7.4.03
Gott kvold! Ég sit fyrir framan tolvuna vid ljúfa tóna herra Hasselgaard (Júr Nor 2003) milli thess sem ég hleyp í húsverkin. Nú er eins og von sé á Búbbu, verdur tekid til og thrifid í ollum hornum og undir thiljum. Fyrirgefdu Edda (og Hrefna ef thú lest thetta) ad ég gerdi ekki slíkt hid sama thegar thú komst. Ég vissi bara hversu mikil subba thú ert! :o) Mamma er ollu lyktnaemari. Annars var ég ad koma frá henni Cristinu minni, staerdfraedi- og enskunemanda, sem var ad segja mér frá nunnunum sem kenna henni. Hún er ekki mikid hrifin af theim, notadi blótsyrdi og sagdi thaer raena sig hugarró sinni í prófum thegar thaer strunsudu fram hjá bordunum og gláptu á prófin hjá nemendunum.
Í morgun átti ég ad vera í prófi en thad féll nidur vegna daudsfalls, lán í óláni thar sem ég var lítid búin ad laera en ég efast reyndar um ad ég baeti mikid úr thví. Spurning hvort vid náum ad taka thad fyrir páska thar sem páskafríid byrjar jú innan skamms. Í stad thess ad sitja tvo klukkutíma aukalega í prófi, fórum vid Anna Bonn í midbaeinn ad kaupa afmaelisgjof handa ommu og fengum okkur ad borda á Subway. Ekki í frásogu faerandi en thad sem vid gerdum á eftir er í frásagna vert. Vid nefnilega settumst út í sólina og sídar á útikaffihús og ég bordadi ís í hálfri kókoshnetu. Mjoooog gódan! Ég býd ollum theim sem koma í heimsókn med mér á thennan ísstad. Med mikilli ást, Alma.
p.s. Thad voru fimmtán til tuttugu grádur í dag, sumir maelar ýktu reyndar og sýndu 24º en ég efast nú um ad thad hafi verid svo heitt.
p.p.s. Ég er búin ad segja upp hjá Telepizza.
4.4.03
Halló! Universidadid byrjadi aftur mér til mikils ama thar sem ég thjáist af skólaleida. Ég hugga mig samt vid thad ad páskafríid er aaaaalveg ad byrja, bara fjórir kennsludagar (og eitt próf) eftir. Ekki nóg med thad.....mamma og pabbi ad koma. Aldrei hef ég hlakkad svona mikid til ad sjá thau! (Thau eru sko búin ad lofa ad faera mér skyr!! :) Annars er svo sem lítid fréttnaemt....jú, ég sagdi upp vinnunni hjá Telepizza en veit reyndar ekki enn thá hvenaer ég haetti, verd í thad minnsta ekki lengur en út thennan mánud í pizzugerd. Vid fórum út í sídustu viku, Jordi, Rosa, Cris (vinkona Jordi), Anja, Anna og ég...stór hópur. Vid fórum í hollina í althjódlegu veisluna og ég skemmti mér saemilega. Mér til mikillar skelfingar var einn af stjórunum mínum úr Telepizza thar ásamt odrum fyrrverandi stjóra ad dansa!!!! Ég hélt ad ég myndi aldrei sjá neinn sem ég thekkti hér í stórborginni en thad er víst afsannad thar sem ég hef nú thegar hitt marga sem ég thekki á fornum vegi, sérstaklega marga ef midad er vid ad ég thekki ekkert marga í Madrid. Annad áhugavert (líf mitt er svoooo skemmtilegt...:) var ad ég fór til herra ávaxtasala (tilvonandi eiginmanns) um daginn og hann fór ad tala um allt thad góda vid Spán og spurdi mig hvort mér thaettu karlmennirnir ekki "buenos" sem thýdir "flottir"....er thetta ekki skref í átt ad brúdkaupi?
Ást frá Olmu sem aetlar út í kvold ad fagna frídegi sínum.
28.3.03
26.3.03
Halló palló! Ég er í vondu skapi! Annars er allt í ástandi í universidadbyggingunni minni. Í fyrsta lagi eru raestitaeknar í verkfalli (í fyrsta sinn sem starfsfólk thessa universidad fer í verkfall, hversu sorglegt er thad og hvad segir thad um ástand vinnandi Spanjóla?) og allt er ógedslega skítugt. Ég hef ekki haett mér inn á salernin en ad kunnugra sogn eru thau í slaemu ástandi og ekki ollum faert ad fara inn. Thar af leidandi geri ég thad ekki í bili. En já, allt er skítugt en thad er ekki allt. Spánverjar hafa sídastlidna viku mótmaelt strídinu af kappi, já af kappi, kapp er reyndar varla nógu sterkt ord. Thad eru ENDALAUS mótmaeli, og af ýmsu tagi. Í universidadbyggingunni er til ad mynda búid ad hengja upp heilan helling af "pancartas", sem eru eins konar mótmaelaspjold OG rífa nidur pappír og dreifa um oll gólf. Thar af leidandi lídur manni eins og á gódum vetrardegi á Íslandi, labbandi í fimmtán sentimetrum af snjó. Hjálpar mikid til ad halda umhverfinu hreinu. Ekki nóg med thad, adaltískan hjá spaenskum universidadnemum er ad fara í "verkfall" til ad geta tekid thátt í mótmaelagongunum sem stoppa umferd. Og settar eru upp auglýsingar: "Komid í mótmaelagonguna, takid med ykkur uppáhaldsmúsíkina ykkar" og svo hanga thau drekkandi bjór og aepandi "No a la guerra". Thad er gott ad sjá hversu mikil sannfaeringin er hjá theim!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. Thad er mogulegt ad loka thurfi universidadbyggingunni á mánudaginn vegna óthrifnadar, thegar er búid ad loka lagadeild, sálfraedideild og einni annarri.
19.3.03
Gódan daginn! Til hamingju allir pabbar heims, a.m.k. pabbar Spánar. Í dag er pabbadagurinn og frí í háskólanum. Eflaust er fríid ekki vegna thessa dags en mér er eiginlega bara nokk sama, nýt thess bara ad geta sofid út og tharf ekki einu sinni ad kenna ormunum. Annars er nýi enskunemandinn minn, Cristina, 13 ára Josh Hartnett addáandi, algjor ljúflingur. Hún gerir allt sem ég segi henni og ég tharf aldrei ad toga hana frá gardínunum til ad hindra hana frá thví ad eydileggja thaer (gódur punktur fyrir thá sem aetla út í kennslustorf, ENGAR GARDÍNUR í stofunum) eda skamma hana fyrir leti. A.m.k. ekki enn thá. Miguel greyid er reyndar búinn ad vinna eins og hestur thessa vikuna. Veit ekki hvad hefur komid yfir barnid. Vid Anna erum búnar ad vera mjog duglegar ad fara út, fórum út á afmaelisdaginn (eftir nokkud vel sótt kokubod hér í Cebrerosgotu), aftur laugardagskvoldid á eftir.....dálítid gaman! :) Af vinnunni minni hjá Telepizza er allt dásamlegt ad frétta, alltaf jafnyndislegt. Fólkid slíkir ljúflingar ad annad eins fyrirvinnst vart og vinnan ekki adeins spennandi og laerdómsrík, heldur líka svakalega vel borgud. Gaeti ekki verid ánaegdari thar! Jordi er btw kominn "heim". Hann reyndar snýr aftur út á eyjar innan skamms en thad er ágaett ad hafa hann blessadan. Aei, ég get ekki skrifad meira fyrir geispa.....bless, bless!
28.2.03
Ég held......ad ég fari ekkert aftur í sund hér á Spáni. Í gaer fórum vid Anna Bonn í velskipulogdu sundferdina okkar. Vid byrjudum á ad fara í laug sem er í mínu hverfi en okkur var ekki hleypt inn thar sem vid neitudum ad borga tíu evrurnar (eda meira, hún taladi í pesetum, vesalings konan) sem vid vorum bednar um ad greida til ad skola af okkur í pollinum theirra. NEI, "Thetta er sko klúbbur, fyrir medlimi okkar". Iss piss, vid fórum thess vegna í laugina sem er nálaegt Onnuheimili, langt langt frá Lucero. Allt gott um thá laugina ad segja og vid tókum okkur afskaplega vel út med nýju bleiku sundhetturnar okkar en eftirkostin voru allhrikaleg. Ekki nóg med ad vaeri med óstodvandi hofudverk thegar ég kom upp úr, thá var húdin á mér hálfbrennd eftir allt klórid og í dag er ég ad drepast úr hardsperrum. Gaman hvad ég er í gódu formi! Ég verd ad gera eitthvad til ad hressa mig vid fyrir elsku TELEPIZZA!!!
22.2.03
Jaeja, thegar thid byrjid ad búa og thurfid ad setja saman IKEA-draslid, hringid í mig, EMODE.COM, hefur komid mér í thá klípuna:
Alma, your true talent is spatial ability
People like you are usually great when it comes to putting together assemble-it-yourself furniture or other household items — whether the items arrive with instructions or not. Your spatial skills can also help you understand the finer points of how things work.
Vitid thid hvort IKEA býdur upp á frekara nám?
Já, ég held áfram, búin ad jafna mig eftir svefnleysi gaerdagsins, og í thví ad hressa mig upp fyrir naestu vinnutorn hjá Teletittunum. Já, thessi althjódlega veisla var haldin í diskóteki, sem var algjort volundarhús og thad var algjorlega trodid af útlendingum og Spánverjum. Fjoldi innfaeddra kom mér mjog á óvart og hátt hlutfall karlmanna sem dansa. Hver og einn bar mida med thjóderni sínu og mjog margir reyndu ad vera fyndnir, ljóshaerdar stelpur med "japan-límmida" og Spánverjar med "Las Islas Bikini-mida". Annars nenni ég ekki ad fara út í smáatridi (aldrei thessu vant), Anna samt var ad senda mér skilabod og segja mér ad strákurinn sem hún taladi vid tharna og fékk símanúmerid hjá henni var ad hringja og thau eru ad fara út í kvold!
Út í adra sálma....ég er ein heima og mikill Maculay Culkin fílingur í mér. (ok, ég kann ekki ad skrifa nafnid hans en thad thýdir ekkert ad ég elski hann minna fyrir vikid). Rosa fór til Segovia og kemur ekki fyrr en á mánudag....:o) Fínt ad vera ein heima!
21.2.03
Sael verid thid! Ekki er ég duglegur bloggari, naestum thví bara aumingjabloggari. Thad er bara svo aaaaeeeegiilega mikid ad gera hjá mér. (Thetta hljómar betur en ad segja ad ég nenni ekki neinu, ekki satt?). Jaeja, annars er ég búin ad ná fjórum prófum og er nokkud kát med thad. Vid Anna, bekkjarsystir mín, ákvádum ad fagna thví ad hafa nád heimspeki og fórum út í gaerkveldi. Vid fórum í althjódlega veislu í einhverju hallardiskóteki. Thad var vaegast sagt mjooooooooog gaman! Vid fórum ekki heim fyrr en lokadi. Aei, ég tharf ad fara ad vinna, klára frásognina sídar. TO BE CONTINUED (eins og í Matlock stundum)
17.2.03
15.2.03
14.2.03
Skamm skamm skamm fólk sem ljóstrar upp STÓRmikilvaegum ER-leyndarmálum á Internetinu. Ég geri mér grein fyrir ad thetta var stórfrétt en hvernig vaeri ad hugsa um vesalings útlandafarana sem hafa misst af thessum uppáhaldsthaetti sínum sídastlidna tuttugu mánudi eda svo! Hnusssssss!
Annars langadi mig ad baeta vid sogu af gaedafyrirtaekinu TELEPIZZA. Ég er sko ekki lítid stolt af ad vinna fyrir thá. Eins gott ad their reki mig ekki fyrir vanhaefni. Vid Rosa pontudum nefnilega pizzu í fyrrakvold, sem vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess hversu erfitt thad var. Vid byrjudum pantferlid um klukkan 9:30 um kvoldid, held ég en thad var lidid fram á nótt thegar ég loksins fékk ad borda (ýkjur ad sjálfsogdu, en thad var farid ad nálgast midnaetti). Fyrst tók thad okkur svona hálftíma ad finna út rétta númerid. Vid áttum bara auglýsingamida frá Pizza Hut (og Rosu finnst pizzahutpizzur vondar! Eiga sumir vid vandamál ad strída eda hvad?) svo ad vid fórum ad leita og leita ad númeri. Rosa fór ad leita í skúffunum sínum og fann auglýsingamida med símanúmeri en nei, eftir ad hafa bedid lengi í símanum, gefid upp helstu upplýsingar og svo framvegis kom í ljós ad ég átti ekki ad hringja thangad. Stúlkan benti mér á upplýsinganúmer sem ég gaeti hringt í til ad fá upplýsingar sem ég og gerdi en nei, thad virkadi ekki. Rosa fann svo annan mida og ég hringdi aftur, nei aftur rangur stadur, ég átti ad hringja í Alta de Extremadura stadinn. Stúlkan reyndar var svo vinasamleg ad gefa mér númerid thar. Jaeja, Alma med sín ostavandraedi, tók thad tvisvar fram ad pizzan aetti ad vera ostlaus og símadrengurinn spurdi líka í tvígang hvort ég vildi orugglega ostlausa pizzuna. Pizzan kemur svo, med osti, og ég tjái sendli ad thetta gangi ekki, hann lofar betrun og bótum og fer med pizzuna aftur til baka. Rosa bordar sína pizzu medan garnirnar í mér gaula, ekkert bólar á nýju pizzunni. Their hringja reyndar frá fyrirtaekinu til ad spyrja hvort pizzan hafi orugglega átt ad vera alveg ostlaus. Eftir svona fjortíu og fimm mínútur er bjollunni loksins hringt. Ég opna....heyri gengid upp troppurnar, mikinn hávada (sendilinn ad detta) en jú hann kemst med naumindum upp troppurnar med pizzu sem var hálf í lokinu en ostlaus. KRAFTAVERK! Ég var nú samt kúl á thví sagdi....hafdu ekki áhyggjur, ég skil thetta, ég vinn sko líka hjá Telepizza....HVER ER COOL? Ok, ég vidurkenni ad thetta var gód pointlaus saga, ég nenni bara ekki ad fara ad laera alveg strax og eftir smástund tharf ég svo ad fara ad vinna hjá TP. En sú maeda!
Halló! Nú á ég bara eitt próf eftir og thad er próf sem lítid tharf ad laera fyrir. Á morgun er ég frjááááááls ad nýju...thar til annad kemur í ljós. Annars gekk sagan svona la la, hefdi alveg mátt ganga adeins betur en ég gat nú svarad ollu saemilega Finnst ykkur ekki gaman ad fá nákvaemar upplýsingar um hvernig prófin gengu fyrir sig? Málid er ad mig vantar mommu og pabba og Evo, fólk sem nennir ad hlusta á svona leidinleg hversdagsmál mín! Hahahah...ég skrifadi Evo....hahahahaha
Jaeja, allt thad sem ég aetla ad gera frá og med morgundeginum thegar prófunum lýkur:
1. Thrífa íbúdina
2. Kaupa inn fyrir pizzuveislu sunnudagsins.
3. Reyna ad verda starfsmadur mánadarins hjá Telepizza.
4. Vera dugleg ad laera svo ad ég thurfi ekki ad frumlesa helminginn af námsefninu í maíprófunum.
5. Panta mér mida heim til Íslands.
6. Fara í ferdalag (veit ekki hvert thad verdur thar sem ég á ekki aur, kannski fer ég bara á nedanjardarlestarstodina sem er lengst frá heimili mínu).
7. Skrifa um thad bil fortíu og níu bréf...nei, nú ýki ég en pennavinirnir (sem fara faekkandi by the way) bída.
8. Reyna ad fá Miguel til ad haetta ad laera, ég er afskaplega léleg í ad skamma á erlendri tungu.
9. Fara í sund...fyrst tharf ég samt ad finna sundlaugina.
10. Horfa á sjónvarpid, stundum okkar saman fer sífellt faekkandi, ég sem hélt ad vid vaerum vinir.
12.2.03
Já, thad datt allt út sem ég skrifadi um álfa- og hobbitanofnin mín en thad var hvort ed er ekki vitundarogn spennandi. Ég var ekkert hrifin af nafngiftinni. Annars var ég ad koma heim úr prófi, og er ofsakát thrátt fyrir ad prófid hafi ekki gengid sérlega vel. Ég nefnilega fékk ad vita tvaer einkunnir, landafraedi og tunugmál og hvort tveggja gekk vel! :) Naest á dagskrá er saga.....júhú.
Adios.
7.2.03
Sael! Stuttar fréttir hédan thar sem ég á ad vera ad laera fyrir próf. Ég var í prófi í dag (líf mitt er svooo innihaldsríkt), listasogu og ef ég er ekki fallin, thá er spaenskt menntakerfi aldeilis ad bregdast. Listasaga er ekki alveg mitt fag og mig langadi ekkert ad laera fyrir hana, mikid efni og urmull af ordum ad laera. Ég gafst eiginlega upp á endanum (sem sé vakti ekki fram á nótt eins og ég hefdi thurft ad gera) og fór í prófid afskaplega illa lesin. Prófid var í tveimur hlutum, fyrst tólf skyggnur af spaneskri list sem vid áttum ad greina. Mér til mikillar undrunar gekk mér vel ad greina, ég thekkti svona níu eda tíu af theim og tókst ad giska á hitt. Thví midur gat ég ekki rokstutt val mitt mjog vel en engu ad sídur gekk thetta betur en ég hafdi búist vid. Svo komu átta fraedilegar spurningar og thar byrjudu vandraedin. Ég vissi svarid vid einni af átta. :(
Á morgun er landafraedipróf og mér finnst thad miklu skemmtilegra.
Hvert er uppáhaldsjúróvisjónlagid ykkar í ár? (ég á vid af theim íslensku). Eru ekki allir komnir í stellingar til ad taka upp? Vona thad!
Bless, bless.
p.s. Vissud thid ad Covadonga er elsti thjódgardur Spánar, fridadur á fullveldisárinu 1918. Gardurinn er stadsettur í thremur sýslum, Asturias, Cantabria og Castilla y León og má thar finna úrval trjágródurs, auk ríks dýralífs. Ef einhver vill heyra um hina ellefu, here I am. :o)
5.2.03
This Guy: you like strangers. Freak.
Which guy are you destined to have sex with?
brought to you by Quizilla HAHAHAHAHAAHHAA :o)
You are a Spaniard.
What's your Inner European?
brought to you by Quizilla HJÁLP!!! Dvolin hér er ad hafa slaem áhrif á mig!!!!!!!!!
OK, ég haetti ekki á kúrsinum. Mér gekk betur í thessu soguprófi en fyrsta prófinu. Thad féllu samt nokkrir en margir voru líka med ágaetar einkunnir. Their eru svo ýktir thessir prófessorar. Í dag var ég annars í fyrsta febrúarprófinu mínu (sem sé midsvetrarpróf). Prófid var í spaenskum bókmenntum og var frekar létt. Thad hjálpadi ekki svo mjog thar sem ég var ekki sérlega vel lesin. Ég gat samt svarad einni spurningu ágaetlega, "Veldu thér thema og skrifadu um". Hvers konar skóli er thetta eiginlega? Reyndar átti ég í erfidleikum med eina og hálfa af fjórum spurningum svo ad ég aetla ekki ad segja of mikid. Naesta próf er listasaga, sem útskýrir thad af hverju ég er á Netinu. Ég HAAAAATA listasogu, hún er ekkert skemmtileg. Ég á 150% eftir ad falla í henni thar sem efnid er grídarlegt. Alveg sama thótt prófid verdi skítlétt.
Er einhver búinn ad fylgjast med íslensku júróvisjónlogunum? Ég sá Botnledju, Jóhonnu Vigdísi (held ég ad thad hafi verid hún) og Regínu Ósk. Botnledja átti athyglisvert lag sem myndi án efa vekja talsverda athygli en hin login voru hálfomurleg. Núna er ég ad hlusta á Birgittu Haukdal "Segdu mér allt" og ég er satt best ad segja alveg saemilega hrifin. Thetta er ekki svo slaemt lag. Aetlar einhver ad fara ad sjá keppnina í Háskólabíó? Vona ad einhver fari fyrir mína hond....snokt...alltaf missi ég af stórvidburdum....júró sem haegt er ad kaupa sig inn á og Brodrene Olsen....lífid er ekki fullt af sanngirni.
Jordi er farinn ad heiman. Já, búinn ad yfirgefa okkur Rosu, sem munum búa tvaer hér í sátt og vonandi samlyndi...(hmmm). Jordi fékk nýja vinnu, sem flugthjónn hjá Ciberworld, og tharf ad fara á sex vikna námskeid á Palma de Mallorca. En sú maeda! Ég fór med honum á flugvollinn í dag....hann var óskop nervus greyid.
Vi ses!
30.1.03
Ég gleymdi ad segja ykkur frá thví ad ég var í prófi á midvikudaginn, soguprófi. Mér fannst mér ganga mjog vel en í dag maetti prófessorinn og sagdi okkur ad hann hefdi aldrei farid yfir svona slaem próf, thad vaeri mikid um foll og ég veit ekki hvad og hvad. Ekki gott mál! Ef ég fell, haetti ég á thessum kúrsi, ég var búin ad laera ágaetlega og ég skrifadi svo mikid á thessum tveimur tímum ad handleggurinn datt naestum thví af.
Áfram Ísland, dududududuuuduu Áfram Ísland, dududduuduuduuu! Thetta verdur aldeilis spennandi vidureign í kvold, Spánn - Ísland!!! Aetlid thid ekki ad horfa?
Var ég búin ad segja ykkur ad ég er farin ad vinna fyrir pizzafyrirtaeki hér í borg, TELEPIZZA!!! Ég er adstodarmanneskja í búd og geng thví í ýmiss verk thótt áleggsásetning hafi verid mitt helsta verk thessi skipti sem ég hef unnid. Einstaklega skemmtilegt! Ekki gerir thad starfid óáhugaverdara ad okkur er skylt ad klaedast thessum líka forkunnafogru búningum. Ég er sérstaklega ánaegd med minn og thá sérstaklega hversu vel hann passar mér, karlmannsbolur í X-Large og buxur sem eru svo throngar yfir rassinn ad rassabólurnar sjást! Ég gleymi alveg ad minnast á derhúfuna (med fitubletti), sú fer mér mjoooog vel! HAHAHAHAHHAHA
23.1.03
Óskaplega er ég threytt! Thetta hefur verid dálítid erfid vika, allt of mikill laerdómur (ad mínu mati, mjog lítill ad flestra mati býst ég vid) og of mikill tími í nedanjardarlestinni. Sokum "fara-snemma-ad-sofa-herferdar" hef ég reyndar maett nokkud vel úthvíld í skólann og á hverjum morgni trítla nunnurnar fram hjá mér brosandi og koma mér í gott skap. Vá, thetta hljómar hraedilega vaemid. Ég aetti ad fara ad sofa. Langar samt ad búa til lítinn Freyjulista, "Ég tholi ekki".
Ég thooooooli ekki....
...
-Thegar ég hef ekkert ad gera alla vikuna en svo er thrennt í bodi sama kvoldid og ég neydist til ad velja thad leidinlegasta.
...
-Nedanjardarlestir.
...
-Thegar ónefndur Thjódverji kópíerar glósurnar mínar og rífur thaer til sín án leyfis.
...
-Thegar ég skil ekki.
...
-Hárlos.
...
-Thegar fólk byrjar ad vaska upp um leid og thad hefur sett upp í sig sídasta bitann.
...
-Thegar rúmid mitt er kalt á kvoldin. HEFUR AUGLÝSINGIN ENGAN ÁRANGUR BORID???? :O(
...
En á móti kemur ad ég elska....
...
-Túnfiskpasta og ananassafa.
...
-Thegar ég stadset mig rétt í nedanjardarlestinni og nae fyrst í rúllustigann.
...
-Siestur. Af hverju er ekki meiri menning fyrir theim heima?
...
-Ordid "bueno", ord mánadarins.
...
-Sturtusápuna frá Siggu. Varstu ad hugsa um hagsmuni theirra sem thurfa ad búa med mér?
...
Jaeja, thetta er ordid gott. Vi ses allesammen.
Ást og kaerleikur,
Alma.
17.1.03
Ég er farin ad herma. Tók próf til ad kanna hvada andlegu vandamál hrjádu mig og fékk út ad ég vaeri "boarderline" og aetti ad leita laeknis. Thar sem ég vaeri ekki "dilusional", illu heilli, og lítid fyrir ad henda mér út um glugga, taeki fólk ekkert eftir gedbilun minni. Sannleikanum samkvaemt. Af Bedmál í borginni persónunum kom út ad ég vaeri Charlotte. Hefdi átt ad vera: Nei, nei, hvad ert thú ad hugsa, nunnur geta ekki tekid thátt í svona.
Jaeja, jaeja, nú nálgast prófin! Tvaer vikur eda svo til stefnu. Ég er afskaplega metnadarfull og hef ákvedid ad reyna ad ná a.m.k. fimm af prófunum. Tekst kannski ekki. Ég fékk loksins út úr soguprófinu mínu og til allrar hamingju nádi ég. Med einkunna/fallsáhyggjur ad baki mun ég vitanlega takast á vid komandi verkefni af meiri krafti. Fyrir utan rappid, er ég ad hugsa um ad setja upp auglýsingu í háskólahverfinu. Ég hef nefnilega ákvedid ad hefja leit mína ad kaerasta. Auglýsingin mun hljóma svona:
Íslensk stúlka leitar ad thykkvoxnum kaerasta til ad hita upp rúm. Vidkomandi má gjarnan vera heitfenginn (fengur??) og latur (tilbúinn ad eyda longum stundum í rúminu mínu medan ég sinni dalegum verkum). Reynsla kostur en ekki naudsynleg.
Ást og kossar, (cada vez más cariñosa)
Alma.
p.s. Hef verid í vinnuleit sídustu daga og átt í heilmiklu veseni vid ad bjarga mér einhverju númeri sem their hjá pizzafyrirtaekinu bádu mig um. Veit ekkert hvernig thetta fer ad lokum og threyti ykkur (thad er thau ykkar sem ég er ekki thegar búin ad threyta) med sogur af kerfisbasli.
15.1.03
Halló, halló! Gledilegt ár! Ég er víst ekki búin ad vera sérlega dugleg ad blogga á nýju ári, kenni taeknivandamálum og leti um. Thar fyrir utan hefur verid rosalega mikid ad gera í rappinu hjá mér (Eva, takk kaerlega fyrir ad opinbera thetta). Vid Jordi og Reduardo erum ad mixa nýjasta lagid okkar og ekki er seinna vaenna enda keppnin á naestu grosum. Jordi aetlar ad skreppa til London yfir helgina ad hitta "pródúser", sem mun hjálpa okkur adeins vid vinnuna. Eva hafdi alveg rétt fyrir sér (www.evasleva.blogspot.com) med thad ad ég elska Bent, thid ykkar sem vissud thad ekki hlustid lítid á mig. Hún gleymdi samt ad nefna ást mína á Blas. Blas er nefnilega stóra ástin í lífi mínu sem stendur (ohhhhhh er thetta ekki fallegt).
Fyrir utan rappid er ekkert spes ad frétta. Rosa er naer dauda en lífi af flensu og ég reyni mitt best ad fordast hana og smit (vil ekki vera hás í "La Batalla"). Já, Edda fór heim ad taka á móti Portaranum sínum. Ádur en thad var fórum vid samt í afskaplega fródlegt áramótapartý hjá vinum Jordi. THAD VAR STRIPPPPPPPPP!!!!!!!! Ekki slaemt thad.
Ást á nýju ári, Alma.