5.2.04

Ég ætla að nýta hluta af mínútunum átján sem ég hef á Internetinu til að blogga. Reyndar veit ég eiginlega ekki um hvað ég ætti að blogga, líf mitt snýst orðið bara um það að fara í skólann og koma heim og læra, eða það sem oftar vill verða, ekki læra. Nú þegar ég er ansi mikið eftir á og ég vil helst ekki hugsa til þess hvernig það verður eftir utanlandsferðirnar sem ég fer í. Annars er það að frétta að Óli fékk íbúðina sína afhenta á sunnudagskvöldið og er þegar byrjaður að mála og koma öllu í standið. Vonandi flytur hann inn í vikunni svo að við Sigga getum byrjað að skipta um herbergi. JÁ ÉG FÆ NÝTT HERBERGI! Vá, hvað þetta er annars leiðinlegt blogg...fúff, fúff.