4.4.04

Þrátt fyrir að hafa átt bærilega viðburðarríka síðustu viku, hef ég ekkert sagt frá henni á þessu ágæta bloggi mínu. Kannski ég bæti aðeins úr því. Á þriðjudaginn fór ég í veisluna til ítölskukennarans, einstaklega fyndin veisla.....þarna var auðvitað samankominn hópur af mjög ólíku fólki og stemmningin afskaplega undarleg. Veitingarnar voru reyndar glæsilegar og kennarinn sýndi frábær tilþrif í að þjappa hópnum svolítið saman, fyrst með því að dæla rauðvíni í fólk og svo með því að draga alla í Actionary á ítölsku. Tilþrifin í því spili voru fremur lítil. Annars var þetta í heildina séð mjög ágætt, þótt signore Gunnar hafi vantað. Svo ég haldi áfram með þetta ítölskukennsluþema, þá var ég heldur betur undrandi síðastliðið laugardagskvöld þegar ég kom út af Cirkus með Elíasi. Ég sá mann sem ég kannaðist eitthvað svo við, áttaði mig samt ekki á því hvaðan. Þá grípur einhver í mig og segir "Ciao", engin önnur en ítölskukennarinn, sem svo skottaðist inn á Cirkus. Á einhver annar kennara sem hangir þar? Mér finnst hún sko fyndin, 37 ára. :) Síðasti tíminn minn fyrir páska var svo í dag, ítalska hjá henni og ég fékk koss með þökkum fyrir veturinn frá einum bekkjarfélaga, mínum uppáhaldsbekkjarfélaga. Getið hver? :)