1.6.04

Úff hvað það var gott að fá sér að borða. Ég var orðin hræðilega svöng og þessi leikfimitími sem ég fór í jók bara á matarlystina. Annars verð ég að segja að konan sem reyndi að púla mér áfram í dag er með þeim fyndnari sem orðið hefur á vegi mínum. Fyrir utan það að öskra „bikini, bikini, stelpur!”, þreyttum leikfimiselum til hvatningar þá spyr hún hvort við höfum borðað of mikið um helgina og minnir á Megaviku Domino´s. Hún sagði okkur líka frá því að hefði hún verið fimmtán árum yngri hefði hún framið mannrán þegar pizzasendillinn kom með flatbökuna til hennar, svo sætur hafi hann verið....ég sem hélt að Palli væri hættur að vinna..