15.6.04

sur sur sur

Ég er ansi hrædd um að eitthvað þurfi að gerast í lífi mínu. Ein ástæða þess er líklega sú að ég geri ekki annað en að vinna, borða, sofa og glápa á video (nánar tiltekið Sex and the City þætti, margar hverja í þriðja sinn). Önnur er sú að ég er farin að eiga ömurlega daga, daga sem ég er fúl og mig langar helst að öskra að fólki. Ég læt þetta vitanlega bitna á vesalings systur minni og stundum íhuga ég að vera reið út í þjóðir. Held samt að það sé ekki lausnin. Ætla að prófa annan möguleika...stuttan blund í lyfturúminu mínu. Sjáum hvort það dugar ekki...