29.9.04

Fréttir úr hórustraeti

Ég er ad kafna úr hita og gleymi thví ábyggilega ad skrifa allt thetta skemmtilega sem ég aetladi mér ad skrifa, já, skellum skuldinni á hitann, gód hugmynd. Allt gengur annars vel. Ég er búin ad fara í skólann tvisvar sinnum, thótt annad skiptid hafi reyndar verid til lítils. Thad kemur mér satt best ad segja á óvart hversu vel er tekid á móti skiptinemunum en reyndar hafdi ég enga trú á Spánverjunum í theim efnum svo ad eflaust eru móttokurnar ekkert konunglegar midad vid adra háskóla, engu ad sídur er ég sátt. Íbúdin er fín, thrjú herbergi, bad, stofa og eldhús med búri, frekar lítid allt en í gódu lagi. Herbergid mitt er pínulítid og húsgognin fremur ljót en thar er nóg geymslupláss og gód adstada til ad lemja hofdinu upp í hilluna sem er fyrir ofan rúmid mitt :) Hverfid sem ég bý í virdist vera talsvert flottara en thad sem ég bjó í ádur (Eva getur sagt fólki frá dekkstu hlidum thess) eda thetta fannst mér a.m.k. thangad til í gaerkveldi. Thá fórum vid Jordi í gongutúr eftir kvoldmat til ad henda rusli og sáum mann hinum megin vid gotuna ad tala í gsm-síma. Madurinn hefur líklega verid úti í somu erindagjordum og vid nema ad einhver hefur hringt í hann og líklega hefur samtalid dregist a langinn thar sem madurinn var ad PISSA Á GANGSTÉTTARBRÚNINA!!!!! Ég sá m.a.s. á honum tillann....óóógóóó. Aldrei aftur mun ég ganga í bleytu á gangstéttum Boltañastraetis.