17.4.06

Heimsókn til Óla bróður míns

Hæ allir saman, nú er ég í heimsókn hjá Óla stóra bróður mínum. Það er búið að vera gaman í Danmörku. Við ferðuðumst um Jótland og Sjálland auk þess að fara til Þýskalands. Nú er hápunktur ferðarinnar. Erum í heimsókn hjá Óla stóra bróður. Hann er sértaklega fallegur og yndislegur. Íbúðin hans er geðveikt flott og greinilegt að vel er gengið um á þeim bænum. Við Eva Dögg fengum besta mat sem ég hef á ævi minni smakkað hjá Óla. Sunna kærastan hans aðstoði hann lítillega við matargerðina. Ég verð hjá Óla í tvo daga og það verður tvímælalaust skemmtilegasti hluti ferðalagsins. Mig langar mest að hætta við að fara til Spánar og vera bara hjá Óla því hann er svo frábær. Hann er búinn að gefa mér fullt af góðum ráðum hérna í Danmörku sem varða ferðlög og lífið í heild. Hann er ótrúlega klár og mér finnst að hann ætti að vera forsætisráðherra.