28.4.07

Til hamingju með afmælið!

Þessi dama er ekki sérlega hrifin af að láta taka myndir af sér og því þykir mér við hæfi að láta þessa mynd fylgja. Þið sem þekkið hana vitið að hún er fjallmyndarleg og því er það mikil synd að blítt andlitsfall hennar fái ekki að prýða fleiri ljósmyndir. Sem betur fer er hún nú samt líka falleg að aftan. Þið sem þekkið hana vitið kannski líka að í dag er afmælisdagur þessarar ljósmyndafælnu stúlku. Hún er 26 ára í dag! Innilegar lukkuóskir, Edda mín! Nú ertu sko orðin gömul!