4.12.07

Skítadjobb

Það gerist ekki sérlega margt spennandi í lífi mínu svo að ég hef ekki frá neinu stórfenglegu að segja en það var ægilega fyndið samtalið sem ég átti við ungan dreng sem afgreiddi mig fremur ólundarlega á kassa í Nóatúni síðdegis í dag eftir að ég gleymdi að biðja um poka en var búin að borga með korti:

Ég: Æi, ég gleymdi að segja að ég ætlaði að fá poka.
Ungi kassastrákurinn: Taktu hann bara.
Ég: (byrja að leita að klinki í veskinu mínu) Heyrðu, ég er hér með klink, ég borga bara fyrir pokann.
Ungi kassastrákurinn: Hvað heldurðu að það skipti máli? Ég yrði bara feginn ef þeir myndu reka mig héðan, þetta er svo svakalega mikið skítadjobb!

Ég tek fram að þetta var auðvitað miklu fyndnara real life og að ég þorði ekki öðru en að sleppa því að greiða fyrir plastpokann.