25.2.08

Blogg í punktaformi

Aldrei þessu vant hef ég frá einhverju að segja svo að ætla að blogga í punktaformi:

- Ég sá Gael í leikhúsinu þar sem við mamma og Jónas sátum á fremsta bekk og fengum yfir okkur vatnsgusu, sápusull og púði flaug á lappirnar á okkur.

- Gael var ótrúlega fagur og mig langar eiginlega að fara aftur á sýninguna.

- Í ár gat ég eiginlega ekki ákveðið hvaða lag ég vildi senda í Evróvisjón fyrir Íslands hönd. Wiggle Wiggle Song var uppáhaldið mitt í byrjun en eftir að það var farið út var ég algjörlega óviss. Mér fannst kraftajötnadrunulagið ekki eins fyndið í þriðja sinn og eins afar illa sungið en lagið hjá Eurobandinu var hressilegt og betra í hvert skipti en ég fíla flytjendur þess ekki svo vel (sérstaklega ekki eftir ,,Ég vil" og ,,hæst glymur"-dæmið - mjög halló!). Lagið hans Dr. Gunna þótti mér kannski bara sniðugast. Engu að síður er ég bara sátt við að Eurobandið fer fyrir Íslands hönd, þau eiga ábyggilega eftir að heilla einhverja.

- Ég er núna í Helsinki og verð í Finnlandi fram á sunnudag.

- Í Keflavík hitti ég Möddu og á Kastrup Martin, sem fór svo með mér á Koti pizza í kvöldmat. Ég mæli ekki með Koti pizza.

- Í Kaupmannahöfn stoppaði ég í þrjá og hálfan tíma og eyddi hluta af þeim tíma með sæta gæjanum sem sést hér að ofan (stelpan sem heldur á honum var illa sofin og ljót eftir því). Við fórum ásamt móður hans (sem var mjög gaman að hitta) á McDonald's þar sem við ræddum framtíðarafmælisveislur hins unga sveins.