26.2.08

Finlandia

Já, ferðasagan heldur áfram. Í dag var fundað stíft og mér hálfleiddist enda hafði ég ekkert að segja á þessum fundi. Rætt um samstarfsmöguleika milli míns verkefnis og annarra verkefna sem vitanlega hafa ekkert með Ísland að gera. Eitt var samt fyndið. Í flugvélinni frá Kastrup til Helsini, þar sem ég hitti Martin Halló-félaga frá Danmörku, sat við hliðina á mér maður. Ég glápti svolítið mikið á hann af þeirri ástæðu einni að hann líktist mjög öðrum af Olsen-bræðrunum (þeim hvíthærða), svo mikið að ég skoðaði hann vel til að vera alveg viss um að við hliðina á mér sæti ekki frægur maður. Svo sofnaði ég og hann svaf raunar líka þegar ég vaknaði. Í morgun þegar ég labbaði inn á fundinn í utanríkisráðuneytinu hér í Finnlandi, var þá ekki hjásvæfan mín úr flugvélinni fyrsti maður sem ég sá? Þetta er sem sé ekki Olsen bróðirinn. En líkir eru þeir!