9.7.08

Oppland 2

Það er svo gaman að hafa skrifað eitthvað um sumarbúðadvölina svo að ég nota þetta bara eins og dagbók, jafnvel þótt ekki verði þetta áhugavert að lesa. Börnin mættu á svæðið og friðurinn er vissulega úti en samt eru lætin í þeim alls ekkert svo mikil, ekki enn. Flestir krakkanna eru ósköp þægir og algjörar rúsínur. Aðrir eru tjah...fjörugri. Við höfum enn ekkert farið út úr búðunum með krakkana, vonandi förum við bráðum niður að vatni að baða okkur. Það er svakalega heitt úti, ég búin að brenna en krakkarnir sem betur fer ekki. Sem sé allt með kyrrum kjörum. Fylgjast má með búðunum á cisvuniquevillage.blogspot.com. Lítið fram hjá því hvað myndirnar af mér eru óóóóógeðslegar!