10.10.02
Jaeja, núna aetla ég ad segja ykkur adeins meira af skólanum. Spennandi, ekki satt? Ég kom heim í dag uppgefin og langadi ekkert ad halda áfram í thessum skóla. Smám saman jafnadi ég mig nú og ég vona ad thetta gangi allt saman betur á morgun. Í dag fór ég nefnilega í "Seminario de Cultura española" sem er sem sé einhvers konar menningartími. Prófessorinn, kona á besta aldri, taladi á 150 kílómetra hrada og ég nádi varla ordi af thví sem hún sagdi, ef til vill ekki skrítid thar sem stjórnmálaordafordi minn er afar takmarkadur, baedi í íslensku og spaensku. ¡Qué triste! Mér líst ágaetlega á hina nýju kennarana, sem ég er búin ad hitta. Konan, sem kennir spaenska tungu, virkar mjog vel á mig og listasogukennarinn er fínn líka. Sogukennarinn gerdi lítid annad en ad hraeda okkur í fyrsta tímanum, sagdi thetta erfidasta fagid, og bunadi út úr sér alls konar upplýsingum. Ég er samt komin med bók í sogu svo ad thad aetti ad reddast. Vonum thad! Kennarinn sem kennir mér textarýni...eda hvad sem thad myndi kallast á íslensku, virdist brjálud. Hún talar med nedri góm (sem ekki er til bóta vardandi skilning) og er alltaf ad spyrja nemendur ad einhverju skrítnu. Vitid thid hvad? Ég var í skólanum um daginn seinni part dags...um níuleytid um kvoldid reyndar, og gekk fram hjá thar sem kaffistofan er (eda barinn eins og thad kallast víst) og hvad haldid thid???? Nemendur sátu thar fyrir utan og drukku bjór. Ekki nóg med ad reykt sé á gongunum, nei, nei, áfengisleysla í thokkabót. Ég er alveg hlessa!!! :) Ég er búin ad finna mér tungumálaskipti, thad er strák sem ég tala vid á ensku og hann vid mig á spaensku. Thad verdur gód aefing. Svo aetla ég líka ad fara á aukanámskeid (fyrir vitlausa nemendur) thrjá klukkutíma á viku. Púff....púff..nóg ad gera. Verid dugleg ad skrifa. Pelm.