13.10.02

Hó, hó, hó! Sunnudagur í dag! Enginn skóli! :) Í gaer fór ég til Toledo med Arnari, Virginiu (konunni, sem hann býr med) og Ines (portúgolsk vinkona Virginiu). Vid fórum frekar snemma og eyddum ollum deginum thar. Thetta er tilvalinn stadur fyrir dagsferd frá Madrid, bara í klukkutíma fjarlaegd. Thegar thid (thetta á ekki adeins vid nánustu aettingja og vini, Hlíf!!) komid í heimsókn getum vid farid til Toledo, ok? :O) Toledo er ofbodslega falleg borg, ein af theim fallegri sem ég hef séd. Gamli hlutinn afmarkast af múrveggjum og borgin er eiginlega uppi á eins konar haed. Byggingarnar eru af ollum toga, frá hinum ýmsu tímabilum og ýmissa áhrifa nýtur vid. Sumt undir sterkum áhrifum frá múslimum, annad frá kristnum. Ég hélt ad ekki vaeri til staerri dómkirkja á Spáni en sú í León, thad er thangad til í gaer. Dómkirkjan í Toledo er miklu staerri...og magnadri. Virginia sagdi mér reyndar ad thad vaeru til enn thá staerri, í Santiago de Compostela (Sigga og Eva, vid thangad) og einhverjum fleiri borgum. Thessi var gígantísk, med fullt af litlum kapellum, mjog hátt til lofts og risastórt gull...altari eiginlega. Ég veit samt ekki alveg hvad thad myndi kallast. Thetta altari var skreytt med myndum, eiginlega svipmyndum úr aevi Jesú. Mjog áhrifamikid! Vid skodudum líka eitthvert gydingasafn og fórum í klaustur!!!! :) Ég hef ekki ordid jafnsodd hér á Spáni og í gaer, thríréttadur middegisverdur er of mikid fyrir mig. Eftirrétturinn var eiginlega eins og grjónagrautrinn hennar ommu, bara ekki eins gódur. Jaeja, jaeja...heyrumst sídar!