31.10.02

Jó, jó, hó, hó! Liggaliggalái, liggaliggalái, ég er komin í helgarfrí! Á morgun er einhver helgidagur, Dagur hinna daudu eda eitthvad svoleidis. Thá fer fólk víst í kirkjugardinn med blóm og heilsar upp á látna aettingja og vini thótt sá sidur sé reyndar ad hverfa. Ég aetla ekki ad fara í neinn kirkjugard, bara ad njóta thess ad vera í fríi. Planid var ad fara kannski til Barcelona med Arnari Rapp og félogum en vid haettum vid thar sem vid efudumst um ad fá mida svona seint. Í stadinn er paeling ad fara til Alcalá de Henares eda hvad thad nú heitir ad sjá leikhús úti á gotu. Í gaer gerdi ég dálítid merkilegt! Ég fór og hitti hóp af Íslendingum á einhverju kaffihúsi hér í borg. Thad var satt best ad segja alveg ágaett. Meirihlutinn af fólkinu er ad laera honnun af einhverju tagi; kvikmyndahonnun (piltarnir í hópnum), innanhúsarkitektúr og fatahonnun. Ad auki komu tveir gamlir MR-ingar sem eru Erasmusskiptinemar vid einn af háskólunum hér, man ekki hvad thaer heita...thaer eru ári eldri en ég og voru líka á nýmáladeild tvo. Gaman gaman! Reyndar var ekkert skemmtilegt vid midaldra Nordmanninn sem kom og taladi vid okkur. Hann var óged!!! Sá sagdist ekki geta slitid augun af brjóstunum á einni stelpunni (sem var med smá brjóstaskorusýningu) og sagdi haldarann hennar afar flottan. Vid mig sagdi hann "Vaknadu, vaknadu" og baetti sídar vid ad ég vaeri med klórilegt bak og baudst til ad klóra thad. OJOJOJOJ! Muna ad fara aldrei til Oslo! Rosa beibí er farin til Segovia og aetlar ad eyda helginni thar en lofadi reyndar ad koma snemma á sunnudaginn svo ad vid gaetum farid í bíó (paelingin var ad fara í svona thrívíddarbíó) eda gera eitthvad skemmtilegt. Getur einhver hjálpad mér? Mig vantar hugmyndir ad ritgerd um hrydjuverk! Endilega endilega sendid mér punkta, helst á spaensku. :O) Alma. p.s. Samband mitt vid ávaxtasalann er í hradri thróun. Sídast thegar ég fór spurdi hann mig í hvad ég notadi rúsínurnar, hvort ég byggi til bollur úr theim eda hvad. Thegar ég sagdist borda thaer med múslíi eda einar og sér vard hann afar hneyksladur og sagdi Nordurlandabúa ekki kunna ad borda. Hann reyndi svo ad fá mig til ad skipta um rúsínutegund og gaf mér smakk. Ég hef eflaust hneykslad hann enn meira í morgun thegar ég gekk fram hjá honum (og heilsadi) med morgunmatinn í lófanum, rúsínur. :)