11.5.04

Ok, umfjöllunin heldur áfram.
Litháen: Flott hvernig þau eru eins og á hlaupabretti í myndbandinu en það nægir ekki til að mér líki sérstaklega vel við lagið.
Albanía: Dansinn í myndbandinu er eitthvað það hlægilegasta sem ég séð og ég vona og krossa fingur að þau verði með sama „show” á miðvikudagskvöldið. Lagið er fínt og stelpan sem syngur góð. Gæti komist áfram, vona það!
Kýpur: Flott lag! Ætli stelpan sé að syngja um ís?
Makedónía: Æi ég veit ekki...ekki alslæmt en ekki mjög gott heldur. Þarfnast kannski meiri hlustunar.
Slóvenía: Æi nei.
Eistland: Mjög þjóðlegt og að vissu leyti skemmtilegt en eitthvað vantar.
Króatía: Nei, nei, nei!
Danmörk: Fjörugt og skemmtilegt, kemst örugglega áfram. Serbía og Svartfjallaland: Flott lag en kannski ekki nógu poppað til að komast áfram.
Bosnía: Fyndið lag sem hentar ágætlega til dansæfinga.
Holland: Hugljúft og bara nokkuð ágætt.