13.12.04

Gleði í desembermánuði

Ég verd ekki sérlega vör vid mikinn adventufagnad hér í Madrid. Eflaust er thad bara thví ad kenna ad ég bý í stórborg og deili íbúd med tveimur manneskum sem eru fremur lítil jólabörn. Jordi segist ekki thola jólin og Dollý er ekki sérlega spennt fyrir theim ad thví er virdist, pantar víst stundum kínamat til ad fagna samt sem ádur. Eina jólaskrautid í íbúdinni er jóladagatal sem Jordi keypti sér í Thýskalandi og svo jólaljósin hjá nágrönnunum í íbúdinni vid hlidina á okkar. Satt best ad segja reyni ég ekki mikid ad koma mér í jólaskap, hef reyndar hlustad nokkrum sinnum á eina jólatónlistardiskinn sem ég tók med og er búin ad skrifa nokkur jólakort. Allt lítur samt út fyrir ánaegjulega hátíd. Fyrst kemur Elías jólasveinn í heimsókn med varning í poka sínum frá mömmu á Íslandi. Stuttu sídar er Freyja Finnlandsdrottning vaentanleg og hyggjumst vid fanga jólum med hangikjöti og hátídarbrag.
Án efa má finna fólk sem thrátt fyrir stórborgarstressid syngur jólasálma út desembermánud. Í húsi nokkru vid Sólartorg er samt annad uppi. Lola, frönsk vinkona mín sem thar býr, sagdi mér í partýi á laugardagskvöldid ad hún og stelpurnar, sem hún býr med, thjáist thessa daganna af biturd af versta tagi sökum sambandsslita, framhjáhalds og annars konar vonbrigda med karlpening thess lands og annarra. Af thessum sökum er uppáhaldslagid theirra thessa dagana: ¡CHICOS CABRONES! sem á módurmálinu ylhýra gaeti útlagst: Strákar eru hálfvitar. Ég vidradi thá hugmynd vid íbúdarfélaga minn (Jordi nánar tiltekid) ad vid myndum taka upp thennan sid en pilti leist ekki á.