21.1.05

1 klst og 55 mínútur

Já, thetta tókst henni. Blessud konan taladi stanslaust í thennan tíma. Eftirfarandi gerdi ég á medan:
-Paeldi í vaxtarlagi konunnar og hugsadi ad hún líktist ömmu ad vissu leyti nema ad hún er ekki med spjót.
-Kíkti á klukkuna svona áttathúsund sinnum.
-Sendi sms.
-Bjó til dagatal fyrir naestu mánudi, byrjadi á janúar og febrúar en í leidindum mínum komst ég upp í apríl.
-Glósadi.
-Gafst upp á ad glósa.
-Fiktadi í glugganum.
-Kíkti fimmhundrud sinnum á símann minn til ad athuga hvort einhver hefdi sent mér sms. (aettud ad muna eftir mér á ögurstundum sem thessari)
-Leit í kringum mig til ad athuga hvort ég vaeri eina sem vaeri á barmi thess ad éta af mér puttana úr leidindum.
-Skrifadi inngang ad ritgerd.
-Paeldi í klaedaburdi konunnar og talsmáta hennar.
-Örvaenti.
-Las sms. (Takk, Kjartan!)
-Örvaenti enn meira thegar hún sagdist aetla ad tala í fimm mínútur í vidbót.
-Kinkadi kolli áhugasöm thegar hún sagdist myndu senda okkur frekari upplýsingar um efnid í tölvupósti, vongód um ad hún myndi thá hleypa okkur út.
-Grét af gledi inni í mér thegar hún sleit tímanum.