29.8.05

Tilvistarkreppa -part 3-

Helgin mín var ágæt, en einhverra hluta vegna er ég dottin inn í þá tilfinningu að ekkert sem ég geri hafi nokkurn tilgang og að ég sé farin að lufsast gegnum lífið eins og einhver gufa. Kannski er þetta bara tímabundin þreyta eða BA-ritgerðarskrifakvíði, vonum það. Annars var Sergio hjá mér fyrstu tvær næturnar þangað til hann flutti annað, móður minni til mikillar mæðu. Við áttum ágætisdaga saman, fórum út að borða á indverska staðinn Shalimar, en Sergio hafði einmitt starfað þar einhverjar vikur meðan hann dvaldi hér á landi. Það hafði þó ekki spilað inn í ákvörðun okkar um að snæða þar á bæ, heldur var þetta tilviljun mikil. Amir, eigandi staðarins og raunar einnig leigjandi bróður míns, seldi okkur mikið góðan mat á góðu verði og í umhverfi sem fékk mig til að líða eins og ég væri erlendis. Með okkur Sergio í för voru Edda, Jónas og systir Jónasar, sem sagði skemmtisögur austan af fjörðum. Við kíktum aðeins út á margþrungið næturlíf Reykjavíkurborgar eftir matinn þótt naumt væri á að ég héldi augunum opnum. Þá líkt og á laugardagsvköldið fórum við frá einum bar á annan og nutum þess að horfa á myndarlegar Reykjarvíkursnótir, allar með ljóst hárið litað í sama litatóninum og í eins leðurjakka. Ekkert yndislegra! Ætla að hætta þessu neikvæðishjali mínu...sný aftur á jákvæðu nótunum sem fyrst.