18.6.07

Dagarnir í hnotskurn

Að undanförnu hef ég:

- Unnið aukavinnu fyrir Nordjobb í Danmörku, mér til gleði og gamans en einnig pirrings.
- Eytt helgi í svo hrikalega mikla leti að flestir hefðu fengið samviskubit. Ekki ég.
- Tekist á móti frábærum gestum.
- Tapað í yatsi fyrir Siggu.
- Velt þvi fyrir mér hvort ég eigi að panta mér meira hvítt Twix, og jafnvel hvítt Lion Bar líka.
- Farið í Tívolí með Siggu, sem hirti verðlaun á nánast öllum skotbökkunum, sem hún heimsótti.
- Unnið Monsters Inc límmiða bók á skotbakka í Tívolí. Heppnin gífurleg!
- Borðað fyrsta grillmat sumarsins í góðum félagsskap hjá Óla.
- Svitnað í sendiráðinu.
- Blotnað í rigningu og brunnið í sól.
- Áttað mig á því að við nýfermd frænka mín eigum talsvert sameiginlegt hvað varðar fatasmekk.
- Verið svo ósýnileg í vinnunni að þjófavarnakerfið var sett á meðan ég sat enn við störf.
- Tekið þátt í að búa til Quiche, sushi og fullt af pönnukökum.
- Farið á tónleika með Pet Shop Boys í Tívolí og áttað mig á því að þessir gömlu karlar syngja ekki einu sinni vel.
- Séð drottninguna og verið veifað glaðlega af eiginmanni hennar.

Hvað svo?