28.6.07

Frá Nokia í Samsung

Síminn minn er látinn og annar tekinn við í hans stað. Ægilega ljótur Samsung-sími. Takkarnir eru sleipir, í lok hvers skilaboð kemur skrítin orðsending á dönsku og ég er alltaf að reka mig í flýtitakka sem leyfir mér að hlusta á mismunandi hringitóna. Vitanlega þarf ekki að taka það fram að hringitónarnir eru það versta við símann. Hræðilegir. Ekkert ,,you gotta pick it up"-væl lengur. Nei, ískrandi píp. Endilega hringið í mig!!