29.11.07

Ískalda Islandia


Óscar vinur minn benti mér á athyglisverðan greinarstúf (bls. 14) íspænska dagblaðinu 20 minutos, þar sem fjallað er um að Ísland hafi lent í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd sem best er að búa í. Ekki finnst mér svo sem sérlega merkilegt að landið hafi lent svona ofarlega. Hér eru jú vandamál eins og annars staðar, þótt lífið sé flestum léttara en víða. Það sem vekur athygli mína og blandnar nostalgíutilfinningar eru athugasemdirnar sem Spánverjarnir sendu til blaðsins og voru birtar þar. Ég læt nokkar fylgja og leyfi ykkur að segja skoðun ykkar á þessu:

Við erum pottþétt miklu glaðlyndari. - Otro que no se entera

Þegar það verður hægt að fá pintxos, paellu, jamón og ólífuolíu á Íslandi, þá velti ég því kannski fyrir mér. - Gilgamensh

Ég myndi ekki vilja skipta á pínulítilli íbúð við spænsku ströndina fyrir herragarð á Íslandi. -Asd

Þeir mega nú bara eiga sig með ísjakana sína og mörgæsirnar - Robe

Einhverra hluta vegna fær þetta mig til að hugsa um hin endalausu samtöl sem innihéldu línurnar ,,Frá Íslandi? Úúúú íííískalt?"