27.11.03

Annars gleymdi ég að birta þakkarlistann minn. Svo er nefnilega mál með vexti að vinnu við annað verkefnið mitt er lokið. Ég kláraði að prenta út Orðabókarverkefni Eddu-Miðlunar, margumtalað btw, í morgun. Þar af leiðandi vil ég þakka eftirtöldum aðilum fyrir aðstoð af ýmsu tagi: Anna fyrir óþreytandi málfræðihjálp og dönskuþýðingar, Sigurður fyrir lán á tölvu og góða aðstöðu, Þjóðarbókhlöðunni fyrir aðgang að skemmtilegum orðabókum, Eddu fyrir lán á orðabók, Freyju fyrir sérfræðikunnáttu, Sergio (held ég að hann heiti) fyrir axlaböndin/brjóstahaldaraböndin, Rosu fyrir tengiliðavinnu og ábendingar og Natalíu hjá RENFE fyrir sérfræðiaðstoð. TAKK, TAKK! Að auki vil ég þakka Eddu, Jónasi, Sigríði og Elíasi fyrir að þola málæði mitt í gær. Ég var algjörlega óstöðvandi!