6.11.03

Eitt mjög merkilegt gerðist fyrir mig í morgun, kannski lýsir því hversu snautt af tilbreytingum líf mitt er um þessar mundir. Ég fékk nefnilega sms frá Tyrklandi!!!!! Jahá, þetta var ekkert sérlega merkilegt sms, bara eitthvert júróvisjónbull, en mér finnst bara svo ótrúlega flott að fá sms frá svona fjarlægu landi! Geysiáhugaverðir atburðir virðast fylgja mér í dag, nokkru síðar er ég að ganga upp Bankastrætið og geng fram hjá hinum frábæra Megasi. Ekki jafnflottur samt og næsti maður sem gekk fram hjá, Páll Óskar. Ég var að hugsa um að þakka honum kærlega fyrir júróvisjónlögin þrjú sem hann spilaði um helgina en var of feimin og hef það heldur ekki í mér að ónæða frægt fólk í frítíma þess. Ónáða bara vini mína. Jæja, ég held ég hætti þessari leti og fari að læra fyrir viðskiptaspænskupróf áður en ég fer að horfa á Tre uomini e una gamba (vona að þetta sé rétt skrifað...). Ciao!