11.11.03

Úff, ég held að glæstir dagar afreka í Trivial Pursuit séu löngu, löngu liðnir. Að undanförnu geri ég ekki annað en að tapa. Nú síðast fyrir mömmu og Siggu systur. Og ég tapaði ekki bara heldur var ég höfð að háð og spotti, þá aðallega af mömmu (þó svo að Sigga væri eiginlega að vinna). Mamma hló að mér og hneykslaðist á fávisku dóttur sinnar og hálfhló og spurði: “Ertu EKKI komin með köku? Kemur reyndar ekki á óvart, þú veist ekki neitt.” Gaman hvað fjölskyldan veitir mér mikinn og góðan stuðning. Annars er kannski ekki furða að illa gangi í heilanotkunarspilum. Heilinn er jú ekki í mjög stífri notkun. Ég læri ekkert. Mínar ær og kýr eru bara að fara út að dansa! Úff, úff!