27.11.03

Jæja, nú held ég að tími Almna sé kominn. Ekki hefur eigendum nafnsins aðeins fjölgað talsvert á síðustu árum, heldur hefur afrekunum fjölgað í samræmi, eða jafnvel út úr hófi. Nú má vera að einhver hugsi: ,,En ég man ekki eftir neinum frægum Ölmum, enginn stjórnmálamaður, enginn leikari...iss ekki einu sinni neinn í Nemendaráði í grunnskólanum mínum". Ég þagga niður í slíku þegar ég bendi á forsíðu nýjasta tölublaðs gæðaritsins Séð og heyrt. Þar framan á er Idol-stjarnan (sem hefði átt að komast áfram) Alma Rut með ástmanni sínum. Kallið þið það ekki að vera fræg? Ég held að þetta sé bara fyrsta skrefið í rétta átt. Við erum komnar til að vera. Þess eflaust ekki langt að bíða ég komi mér í stjórnmálin.