1.12.03

Jæja, nú er þessi leiðinlegi mánudagur búinn. Var í prófi í morgun sem var fremur leiðinlegt, svo leiðinlegt raunar að ég pikkaði bara við eitthvað, þrusaði út úr mér einhverju ömurlega leiðinlegu bréfi og skilaði prófinu. Kennarinn var reyndar ekki inni í stofunni, það er fyndið en þessi kennari fer alltaf fram í prófum. Hver og einn gæti svindlað að vild. Ekki hafði ég áhuga enda mikill andstæðingur svindls eftir svindlið á kristinsöguprófinu á sínum tíma. Eftir prófið tók svo við undirbúningur fyrir fyrirlestur um Júróvisjón sem við héldum svo klukkan 17.15. Ekki neitt sérlega vel heppnað en alls ekkert leiðinlegt. Bíð núna eftir að pabbi sæki mig... held hann elski mig ekki lengur!