13.12.03

Ösp benti mér á það í kommenti að ef sett er inn www.madrit.blogpot.com í stað blogSPOT.com birtist biblíusíða á skjáinn. Ég prófaði þetta og sé að þetta er rétt og efast ekki um að þetta eru skilaboð frá Guði til mín, hann biður mig um að verða nunna. Ég enda tilvalin í verkið. Annars fór ég að velta fyrir mér hvers vegna síðan heitir madrit...ætli þetta standi fyrir mad rituals? Leyfi ykkur að dæma sjálfum af kynningu síðunnar: A mega-site of Bible, Christian and religious information & studies; including, audio and written KJV Bible, Bible helps & tools, churches, Doctrine, links, news, prayer, prophecy, sermons, spiritual warfare, statistics, and tracts. Features the Chronological 4 Gospels, Prayer Book, Prophecy Bible, and a photo tour of Israel. Það er gott hvað mamma mín hugsar vel um litlu dóttur sína. Að áeggjan Sigríðar kallaði ég í mömmu og sýndi henni mynd af Rodrigo, kvaðst hafa kysst hann í gær. Hvað segir mamma: "Oh, hvað þú átt gott!" Mamma hefur trú á litla fuglinum sínum, nokkuð ljóst...en reyndar greinilega ekki mikinn áhuga á ímynduðu ástarlífi hans, hún sagði bara þetta og yfirgaf herbergið.