8.12.03

Nú er tæknin að stríða mér og ég er ekki sátt. Í fyrsta lagi fæ ég ekki email sem mér ættu að berast (nei, ég er ekki að tala um ástarbréf frá ímynduðum vöðvafjöllum) og gsm-síminn minn er eitthvað skrýtinn. Efst í horni skjásins er nefnilega fast litla umslagsmerkið, nokkuð sem ég er heldur betur ósátt við. Ekki nóg með það, þá fékk ég líka skilaboð frá Rosu spænsku, sem væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að inn í skilaboðin fléttuðust íslenskar setningar, nokkuð sem ég hafði vistað í "outboxinu" mínu. Ég held ég hafi ekki sent Rosu þetta þar sem stúlkan talar ekki orð í íslensku og þetta var samhengislaust í skilaboðunum. Þetta er meira en lítið dularfullt. Síminn minn hefur þróað eigin vilja, svo að engan ætti að undra þótt hann fái ástarjátningar frá mér í smsi eða símtöl með hatursorðum. Annars vil ég mæla með myndinni Love Actually sem meðal annars er sýnd í Háskólabíói. Ég sá hana í gær og var mjög hrifin. Reyndar verð að bæta því við að Páll Heimisson var alls ekki hrifinn og Elías ekki heldur neitt sérlega kátur með myndina en allir ekki-töffarar ættu að elska þessa mynd. Það langbesta við myndina er samt eiginlega krakkinn OG maðurinn sem leikur Karl, gasalega myndarlegur náungi með suðrænt útlit og roooosalega flottan líkama.