5.7.05

Breytingar

Ég sagði upp sumarvinnunni eftir tæpar tvær vikur í starfi. Ástæðan var ekki sú að sorptímarit landsins voru farin að hafa samband, heldur önnur. Held samt að ég fari ekkert nánar út í hana. Ég er komin með aðra vinnu en er ekki alveg viss hvenær ég byrja, líklega bara á miðvikudaginn þar eð ég þarf að reyna að troðast að hjá vingjarnlegum tannlækni á morgun til að mér verði eitthvað úr verki á næstu dögum í stað þess að engjast um af tannpínu. Á morgun ætla ég því að vera í fríi og hef þvílík plön fyrir daginn að vika myndi ekki duga. Jæja, nú er ég leiðinleg og hætti bara þessu röfli.