22.1.06

Fimm sérkennilegar ávanar

Nú er kominn nýr leikur í gang, a.m.k. í bloggheimum Spanjóla, og ég ætla að þýða þennan sem Oria skipaði mér að taka þátt í.

1. Ég hata að bursta tennurnar, þótt vitanlega geri ég það. Mér finnst það taka allt of langan tíma og því reyni ég að eyða þessum tíma í annað á leiðinni. Ýmist geng ég inn í sjónvarpsherbergi og horfi á eitthvað meðan ég bursta, eða að ég fer inn til mömmu og hlusta á samtöl hennar og systur minnar. Hvorug er hrifin af athæfinu og segja þær báðar að maður eigi að bursta tennur inni á baðherbergi.

2. Yfirleitt þegar ég fer á klósettið heima hjá mér, þá loka ég ekki hurðinni. Einhverra hluta vegna finnst mér það ægilega notalegt. Reyndar loka ég henni oftast ef gestir eru heima og eins er hef ég hana mismikið opna. Þetta er heldur ekki vinsælt heima.

3. Ég glápi gjarnan á fólk úti á götu, fólk sem ég þekki ekkert og ég horfi lengi. Líklega er fólk hrætt við mig út af þessu.

4. Eftir bað eða sturtu, skelli ég mér alltaf í slopp og stripplast svo um húsið í góða stund. Sökum óútskýranlegra gena minna, tekst mér alltaf að láta eins og eitt brjóst sleppa út og almenningur fær því að njóta þess, sér til takmarkaðrar gleði.

5. Ég er hrikalega slæm með að heilsa ekki fólki, sem ég þekki úti á götu. Þetta hefur valdið reiði manna og er von á bót. Samt kannski ekki, ég gerði þetta síðast í gær.

Nú er mál að velja fórnarlömb í leikinn. Eftirtaldir eru vinsamlegast beðnir um að segja lesendum sínum frá fimm sérkennilegum ávönum. (Ég nenni ekki að hvetja fólk í kommentakerfinu eins og skipunin segir)
Heilög Valgerður
Páll á nýju síðunni
Lubba og Eva
Cliff
Magdalena, dóttir vinnufélaga