13.11.06

Einmana á Óðinsgötu

Á sama tíma og mér finnst þetta svolítið skemmtileg hugmynd, sem eflaust lífgar upp á bæi og borgir, þá verð ég að leyfa mér að efast um að þetta hafi mikil áhrif í baráttu fyrir réttindum kvenna. Eins verð ég að taka undir það sem kom fram á RÚV, að ef til vill eru þessi tákn fyrir konu og karl, sem notuð eru til að mynda á salernum, úrelt. Konan í pilsi og karlinn í buxum. Er það eðlilegt?
Ég er ægilega einmana hér á vinnustaðnum, ég mætti ein í morgun og tölvan mín neitaði að fara í gang. Eftir að hafa skúrað og tekið aðeins til þá hófst verkefnaleit. Sú leit gengur vægast sagt illa. Þó hef ég tekið örlítið betur til, prentað út miða, beðið eftir afgreiðslu hjá Vodafone (mjög lengi, þeir mega skammast sín), opnað tölvupóstinn og svarað og borðað plokkfisk. Skemmtilegt það.