9.11.06

Mikill missir

Samband okkar bloggers gengur enn erfiðlega. Í gær skrifaði ég ægilega leiðinlega færslu, en sú er horfin. Ætli honum þyki ég svo leiðinleg að hann geri allt til að þagga niður í mér? Sambönd eru ekki auðveld.
Annars fannst mér þessi frétt afskaplega áhugaverð en að sama skapi algjör synd að ekki skuli fylgja mynd af drengum, sem hlýtur að vera kyntröll mikið. Hví ekki að leyfa alþjóð að njóta fegurðar hans? Maður veit nú samt aldrei, kannski eru búlgarskar skólastúlkur okkur Íslendingum fremri og líta aðeins á hinn innri mann og drengurinn er ljótur og illa vaxinn en klár, góður og skemmtilegur. Spurning.
Í dag komu til landsins danskir nordistar, og Nordklúbburinn ætlar að taka á móti hópnum á laugardaginn. Við ætlum að sýna þeim eitthvað af Reykjavík, fara með þau í sund og á safn, og höldum þeim svo norræna veislu um kvöldið. Morgundagurinn fer því í bakstur og undirbúning. Spennó, spennó! Vill einhver vera með?